Það sem við höfum að hlakka til árið 2016 Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 19. desember 2015 23:00 Hlaupár Líkt og alþjóð veit þá kemur hlaupár á fjögurra ára fresti. Þá bætist dagur við febrúarmánuð og þó nokkrir einstaklingar fá loksins að halda upp á afmæli á réttum degi. Hlaupárin eru til þess að leiðrétta skekkju í tímatali sem orsakast af því að árstíðarárið er í raun og veru 365,2422 dagar.EM í fótbolta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur í fyrsta sinn þátt á stórmóti í Frakklandi í sumar. Biðin eftir þessari stundu hefur verið mikil og er búist við því að mörg þúsund Íslendinga taki sér sumarleyfi í sömu vikunum í júní. Strákarnir spila fyrsta leikinn þann 14. júní gegn Portúgölum í Saint-Etienne í S-Frakklandi.Ólympíuleikarnir Sumarólympíuleikarnir munu fara fram í Ríó í Brasilíu í ágúst. Það verður í fyrsta skiptið sem borg í S-Ameríku heldur Ólympíuleikana en aðrar borgir sem komu til greina voru Tókýó, Chicago og Madrid. Leikarnir fóru seinast fram í London og vöktu mikla lukku. Þetta ár verður í fyrsta sinn sem keppt verður í rugby og í fyrsta sinn frá því árið 1904 sem keppt verður í golfi. Fimm Íslendingar eru komin með þátttökurétt á leikunum. Það eru þær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir í frálsíþróttum og Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir í sundi.Zoolander 2Mikil eftirvænting hefur verið eftir framhaldinu af Zoolander sem verður 15 ára á næsta ári. Zoolander 2 er væntanleg í kvikmyndahús í febrúar. Mikið kynningarstarf hefur verið í kringum myndina, eins og til dæmis þegar Derek og Hansel mættu á tískusýningu Valentino í París fyrr á árinu. Þeir hafa fengið mikið af heimsþekktum leikurum til þess að koma fram í myndinni á borð við Penelope Cruz, Kristen Wiig og Benedict Cumberbatch.Forsetakosningar í BNA Það hefur verið mikið fjaðrafok yfir komandi forsetakosningum Bandaríkjanna. Það er útlit fyrir að Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, verði framboðsefni demókrata en enn er óljóst hver tekur slaginn fyrir repúblikana. Donald Trump hefur haldið forskoti á mótframbjóðendur sína innan Repúblikanaflokksins en Ted Cruz, sem hefur verið að auka fylgi sitt, nálgast hann óðfluga. Donal Trump hefur valdið miklu fjaðrafoki með ummælum sínum um innflytjendamál í Bandaríkjunum og hefur meðal annars látið út úr sér að hann vilji meina múslimum inngöngu í Bandaríkin.Forsetakosningar á Íslandi Það hefur ekki farið jafn mikið fyrir komandi forsetakosningum á Íslandi og í Bandaríkjunum en það mun líklega breytast þegar það líður á árið. Þorgrímur Þráinsson hefur lýst yfir að hann ætli að bjóða sig fram og Halla Tómasdóttir hefur sagt frá því að hún sé að íhuga framboð. Það sem landsmenn eru hins vegar að bíða eftir er að Ólafur Ragnar Grímsson núverandi forseti taki ákvörðun um hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram. Líklega munu fleiri bjóða sig fram þegar fram líða stundir en gengið verður til kosninga 25. júní.DC Comics frumsýna tvær stórmyndir Ofurhetjur DC Comics hafa ekki verið áberandi seinustu ár og hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir Marvel ofurhetjunum sem hafa slegið í gegn í Avengers, Thor og Iron Man myndunum. Á því verður breyting á þessu ári þar sem tvær stórmyndir úr röðum DC Comics verða frumsýndar. Batman vs Superman: Dawn of Justice verður frumsýnd í mars og Suicide Squad verður frumsýnd í ágúst. Mikil spenna ríkir fyrir báðum myndunum.Justin Bieber heldur tónleika á Íslandi Líklega stærsta stjarna heims um þessar mundir og mest spilaði tónlistarmaður á internetinu í dag ætlar að hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi í Kórnum þann 9. september. Hann kom til landsins á þessu ári og hefur greinilega verið heillaður upp úr skónum þar sem hann ætlar að vera á landinu viku fyrir tónleikana að æfa sig áður en hann heldur svo áfram að spila um Evrópu. Tónleikarnir verða þeir allra stærstu sem haldnir hafa verið á landinu.Ný breiðskífa Kanye West og Rihönnu Kanye West kemur til með að sýna Yeezy Season 3 á New York Fashion Week í byrjun febrúar. Hann tilkynnti Twitter fylgjendum sínum á dögunum að hann væri að vinna í því að klára fatalínuna og nýjustu plötu sína, SWISH, sem kemur líklega út á næsta ári. Rihanna er einnig að vinna í sinni plötu, Anti, sem er sögð vera nánast tilbúin og kemur líklega út í lok þessa árs eða byrjun 2016. Hún mun einnig koma fram í fyrsta sinn á New York Fashion Week með tískulínu sinni Rihanna for Puma. Þrátt fyrir að það hafi ekki komið opinber tilkynning þess efnis þá hélt hún uppboð í mánuðinum þar sem meðal annars var hægt að bjóða í miða á tískusýninguna. Donald Trump Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Stiklan fyrir Zoolander 2 setur met Aldrei fleiri horft á stiklu fyrir grínmynd. 27. nóvember 2015 15:46 Aníta komin á Ólympíuleikana Alþjóðafrjálsíþróttasambandið breytti lágmörkum fyrir nokkrar greinar í gær og með því komst Aníta Hinriksdóttir til Ríó á næsta ári. 11. desember 2015 07:00 Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02 Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Hlaupár Líkt og alþjóð veit þá kemur hlaupár á fjögurra ára fresti. Þá bætist dagur við febrúarmánuð og þó nokkrir einstaklingar fá loksins að halda upp á afmæli á réttum degi. Hlaupárin eru til þess að leiðrétta skekkju í tímatali sem orsakast af því að árstíðarárið er í raun og veru 365,2422 dagar.EM í fótbolta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur í fyrsta sinn þátt á stórmóti í Frakklandi í sumar. Biðin eftir þessari stundu hefur verið mikil og er búist við því að mörg þúsund Íslendinga taki sér sumarleyfi í sömu vikunum í júní. Strákarnir spila fyrsta leikinn þann 14. júní gegn Portúgölum í Saint-Etienne í S-Frakklandi.Ólympíuleikarnir Sumarólympíuleikarnir munu fara fram í Ríó í Brasilíu í ágúst. Það verður í fyrsta skiptið sem borg í S-Ameríku heldur Ólympíuleikana en aðrar borgir sem komu til greina voru Tókýó, Chicago og Madrid. Leikarnir fóru seinast fram í London og vöktu mikla lukku. Þetta ár verður í fyrsta sinn sem keppt verður í rugby og í fyrsta sinn frá því árið 1904 sem keppt verður í golfi. Fimm Íslendingar eru komin með þátttökurétt á leikunum. Það eru þær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir í frálsíþróttum og Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir í sundi.Zoolander 2Mikil eftirvænting hefur verið eftir framhaldinu af Zoolander sem verður 15 ára á næsta ári. Zoolander 2 er væntanleg í kvikmyndahús í febrúar. Mikið kynningarstarf hefur verið í kringum myndina, eins og til dæmis þegar Derek og Hansel mættu á tískusýningu Valentino í París fyrr á árinu. Þeir hafa fengið mikið af heimsþekktum leikurum til þess að koma fram í myndinni á borð við Penelope Cruz, Kristen Wiig og Benedict Cumberbatch.Forsetakosningar í BNA Það hefur verið mikið fjaðrafok yfir komandi forsetakosningum Bandaríkjanna. Það er útlit fyrir að Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, verði framboðsefni demókrata en enn er óljóst hver tekur slaginn fyrir repúblikana. Donald Trump hefur haldið forskoti á mótframbjóðendur sína innan Repúblikanaflokksins en Ted Cruz, sem hefur verið að auka fylgi sitt, nálgast hann óðfluga. Donal Trump hefur valdið miklu fjaðrafoki með ummælum sínum um innflytjendamál í Bandaríkjunum og hefur meðal annars látið út úr sér að hann vilji meina múslimum inngöngu í Bandaríkin.Forsetakosningar á Íslandi Það hefur ekki farið jafn mikið fyrir komandi forsetakosningum á Íslandi og í Bandaríkjunum en það mun líklega breytast þegar það líður á árið. Þorgrímur Þráinsson hefur lýst yfir að hann ætli að bjóða sig fram og Halla Tómasdóttir hefur sagt frá því að hún sé að íhuga framboð. Það sem landsmenn eru hins vegar að bíða eftir er að Ólafur Ragnar Grímsson núverandi forseti taki ákvörðun um hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram. Líklega munu fleiri bjóða sig fram þegar fram líða stundir en gengið verður til kosninga 25. júní.DC Comics frumsýna tvær stórmyndir Ofurhetjur DC Comics hafa ekki verið áberandi seinustu ár og hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir Marvel ofurhetjunum sem hafa slegið í gegn í Avengers, Thor og Iron Man myndunum. Á því verður breyting á þessu ári þar sem tvær stórmyndir úr röðum DC Comics verða frumsýndar. Batman vs Superman: Dawn of Justice verður frumsýnd í mars og Suicide Squad verður frumsýnd í ágúst. Mikil spenna ríkir fyrir báðum myndunum.Justin Bieber heldur tónleika á Íslandi Líklega stærsta stjarna heims um þessar mundir og mest spilaði tónlistarmaður á internetinu í dag ætlar að hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi í Kórnum þann 9. september. Hann kom til landsins á þessu ári og hefur greinilega verið heillaður upp úr skónum þar sem hann ætlar að vera á landinu viku fyrir tónleikana að æfa sig áður en hann heldur svo áfram að spila um Evrópu. Tónleikarnir verða þeir allra stærstu sem haldnir hafa verið á landinu.Ný breiðskífa Kanye West og Rihönnu Kanye West kemur til með að sýna Yeezy Season 3 á New York Fashion Week í byrjun febrúar. Hann tilkynnti Twitter fylgjendum sínum á dögunum að hann væri að vinna í því að klára fatalínuna og nýjustu plötu sína, SWISH, sem kemur líklega út á næsta ári. Rihanna er einnig að vinna í sinni plötu, Anti, sem er sögð vera nánast tilbúin og kemur líklega út í lok þessa árs eða byrjun 2016. Hún mun einnig koma fram í fyrsta sinn á New York Fashion Week með tískulínu sinni Rihanna for Puma. Þrátt fyrir að það hafi ekki komið opinber tilkynning þess efnis þá hélt hún uppboð í mánuðinum þar sem meðal annars var hægt að bjóða í miða á tískusýninguna.
Donald Trump Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Stiklan fyrir Zoolander 2 setur met Aldrei fleiri horft á stiklu fyrir grínmynd. 27. nóvember 2015 15:46 Aníta komin á Ólympíuleikana Alþjóðafrjálsíþróttasambandið breytti lágmörkum fyrir nokkrar greinar í gær og með því komst Aníta Hinriksdóttir til Ríó á næsta ári. 11. desember 2015 07:00 Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02 Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Stiklan fyrir Zoolander 2 setur met Aldrei fleiri horft á stiklu fyrir grínmynd. 27. nóvember 2015 15:46
Aníta komin á Ólympíuleikana Alþjóðafrjálsíþróttasambandið breytti lágmörkum fyrir nokkrar greinar í gær og með því komst Aníta Hinriksdóttir til Ríó á næsta ári. 11. desember 2015 07:00
Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02
Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30