Engar framfarir á 30 árum Pawel Bartoszek skrifar 19. desember 2015 07:00 Tilkynning frá Póstinum: „Flugpósti til landa í Evrópu þarf að skila í síðasta lagi 16. desember.“ Já, þannig hljómaði auglýsing frá pósthúsinu á Akureyri sem birtist í blaði þar í bæ árið 1987. Það ár var aðfangadagur á fimmtudegi, eins og í ár. En hver var þá seinasti skiladagur póstkorta í ár? Jú, ef póstkort áttu að berast til Evrópu fyrir jól (með A-pósti) þurfti líka að póstleggja þau fyrir 16. desember. Auglýstur flutningshraði póstsins til Evrópu hefur sem sagt ekki batnað á þrjátíu árum. En ókei, er póstþjónustan þá ekki allavega orðin hagkvæmari og skilvirkari? Það er búið að loka öllum þessum pósthúsum, taka niður alla þessa póstkassa, pakkar eru varla keyrðir heim til fólks lengur. Það hlýtur að vera að öll þessi hagræðing hafi skilað sér til neytenda? Er það ekki? Nei, ekki alveg. Skömmu eftir myntbreytinguna árið 1981 kostaði ódýrasta bréfið til Evrópu 2,2 krónur. Síðan þá hafa verð í landinu um það bil þrjátíufaldast. Það ætti að kosta 64 krónur að senda bréf til Evrópu. En verðið er 165 krónur. Og það er B-pósturinn, vel að merkja, og þeim póstkortum þurfti að skila fyrir 10. desember. Á þessum minnstu sendingum er fyrirtækið Íslandspóstur með einokun. Hluti markaðarins er raunar frjáls, aðrir en Íslandspóstur mega dreifa pökkum og auglýsingabæklingum, en þetta er samt hamlandi. Svona eins og ef bara ein búð mætti selja mjólk og sú búð seldi allt annað líka. Auðvitað færu flestir í þá búð. Einokunin var sögð nauðsynleg til að tryggja stöðuga þjónustu og sanngjörn verð. Þjónustan hefur ekki batnað. Verðið hefur þrefaldast. Það er kominn tími á samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun
Tilkynning frá Póstinum: „Flugpósti til landa í Evrópu þarf að skila í síðasta lagi 16. desember.“ Já, þannig hljómaði auglýsing frá pósthúsinu á Akureyri sem birtist í blaði þar í bæ árið 1987. Það ár var aðfangadagur á fimmtudegi, eins og í ár. En hver var þá seinasti skiladagur póstkorta í ár? Jú, ef póstkort áttu að berast til Evrópu fyrir jól (með A-pósti) þurfti líka að póstleggja þau fyrir 16. desember. Auglýstur flutningshraði póstsins til Evrópu hefur sem sagt ekki batnað á þrjátíu árum. En ókei, er póstþjónustan þá ekki allavega orðin hagkvæmari og skilvirkari? Það er búið að loka öllum þessum pósthúsum, taka niður alla þessa póstkassa, pakkar eru varla keyrðir heim til fólks lengur. Það hlýtur að vera að öll þessi hagræðing hafi skilað sér til neytenda? Er það ekki? Nei, ekki alveg. Skömmu eftir myntbreytinguna árið 1981 kostaði ódýrasta bréfið til Evrópu 2,2 krónur. Síðan þá hafa verð í landinu um það bil þrjátíufaldast. Það ætti að kosta 64 krónur að senda bréf til Evrópu. En verðið er 165 krónur. Og það er B-pósturinn, vel að merkja, og þeim póstkortum þurfti að skila fyrir 10. desember. Á þessum minnstu sendingum er fyrirtækið Íslandspóstur með einokun. Hluti markaðarins er raunar frjáls, aðrir en Íslandspóstur mega dreifa pökkum og auglýsingabæklingum, en þetta er samt hamlandi. Svona eins og ef bara ein búð mætti selja mjólk og sú búð seldi allt annað líka. Auðvitað færu flestir í þá búð. Einokunin var sögð nauðsynleg til að tryggja stöðuga þjónustu og sanngjörn verð. Þjónustan hefur ekki batnað. Verðið hefur þrefaldast. Það er kominn tími á samkeppni.