Innlent

Mjög mikil hálka á Reykjanesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Reykjanesbrautinni
Frá Reykjanesbrautinni Vísir/Vilhelm
„Mjög, mjög mikil“ hálka er nú á Reykjanesbrautinni við innri Njarðvík, samkvæmt lögreglunni og hafa bílar verið að enda utan vegar. Lögreglan biður vegfarendur um að fara varlega. Þrír bílar fóru veltu á stuttum vegakafla á milli afleggjarans til Voga og Vatnsleysustrandar og Keflavíkur.

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hafa farið á þremur sjúkrabílum á Reykjanesbrautina þar sem þeir eru nú að störfum. Minnst fjórir bílar hafa endað utan vegar vegna mikillar ísingar.

Engin alvarleg slys urðu á fólki, en einherjir voru færðir undir læknishendur til skoðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×