Er það lúxus að fara á túr? Ritstjórn skrifar 18. desember 2015 14:00 Mynd/Samsett Að fara á blæðingar er eitthvað sem flestar konur upplifa á lífsleiðinni. Yfirleitt er það ekkert sérstaklega gleðilegur tími mánaðarins með tilheyrandi magakrömpum, tíðum klósettferðum og hormónasveiflum. Þeir sem það þekkja vita að þessu fylgir lítill lúxus og kemur það því á óvart að nauðsynjavörurnar sem tengjast þessum tíma mánaðarins falla undir flokk munaðarvara og skattlagt samkvæmt því á Íslandi, ss í efra skattþrepi sem gerir 24% vsk. Í nýjasta tölublaðinu Glamour er umfjöllun um túrskattinn svokallaða sem hefur verið mikið í umræðunni, hér á landi sem og út í heimi. Þær gleðifregnir bárust í vikunni að Frakkar ákváðuað lækka skattinn hjá sér eftir mikil mótmæli og umræður á þinginu. Glamour fékk þær Heiðu Kristínu, alþingiskonu Bjartar Framtíðar og Hildi Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að segja sína skoðun á málinu - en þær eru ekki alveg sammála. "Ég skil að mörgum finnist sjálfsagt að þessar nauðsynlegu vörur fyrir konur séu þar líka ef ætlunin er að halda úti kerfi byggðu á undantekningum, sem er þó almennt óheppilegt. Það kerfi fer út í ósanngjarna vitleysu þegar til að mynda listaverk eiga ekki að bera vsk. eða lægri vsk. og þá sum listaverk en önnur ekki, bók vs. mynd vs. blómavasi vs. stytta vs. geisladiskur o.s.frv," segir Hildur á meðan Heiða Kristín sagði meðal annars þetta: "Túrtappar og dömubindi eru ekki lúxusvara sem á að skattleggja eins og valið standi á milli þess að sleppa því að nota hana eða leyfa sér!“Nældu þér í nýjasta tölublað Glamour til að lesa umfjöllunina í heild sinni eða tryggðu þér áskrift núna, og fáðu dekurpakka í kaupbæti! Mest lesið Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour Lily-Rose Depp verður andlit Chanel No. 5 L'Eau Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Fara strákarnir að stelast í snyrtibudduna? Glamour Brad Pitt sést opinberlega í fyrsta skiptið frá skilnaðarfréttunum Glamour Tryllt auglýsing frá Kenzo leikstýrð af Spike Jonze Glamour Hip-Hop lög Victoriu Beckham komast loksins upp á yfirborðið Glamour
Að fara á blæðingar er eitthvað sem flestar konur upplifa á lífsleiðinni. Yfirleitt er það ekkert sérstaklega gleðilegur tími mánaðarins með tilheyrandi magakrömpum, tíðum klósettferðum og hormónasveiflum. Þeir sem það þekkja vita að þessu fylgir lítill lúxus og kemur það því á óvart að nauðsynjavörurnar sem tengjast þessum tíma mánaðarins falla undir flokk munaðarvara og skattlagt samkvæmt því á Íslandi, ss í efra skattþrepi sem gerir 24% vsk. Í nýjasta tölublaðinu Glamour er umfjöllun um túrskattinn svokallaða sem hefur verið mikið í umræðunni, hér á landi sem og út í heimi. Þær gleðifregnir bárust í vikunni að Frakkar ákváðuað lækka skattinn hjá sér eftir mikil mótmæli og umræður á þinginu. Glamour fékk þær Heiðu Kristínu, alþingiskonu Bjartar Framtíðar og Hildi Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að segja sína skoðun á málinu - en þær eru ekki alveg sammála. "Ég skil að mörgum finnist sjálfsagt að þessar nauðsynlegu vörur fyrir konur séu þar líka ef ætlunin er að halda úti kerfi byggðu á undantekningum, sem er þó almennt óheppilegt. Það kerfi fer út í ósanngjarna vitleysu þegar til að mynda listaverk eiga ekki að bera vsk. eða lægri vsk. og þá sum listaverk en önnur ekki, bók vs. mynd vs. blómavasi vs. stytta vs. geisladiskur o.s.frv," segir Hildur á meðan Heiða Kristín sagði meðal annars þetta: "Túrtappar og dömubindi eru ekki lúxusvara sem á að skattleggja eins og valið standi á milli þess að sleppa því að nota hana eða leyfa sér!“Nældu þér í nýjasta tölublað Glamour til að lesa umfjöllunina í heild sinni eða tryggðu þér áskrift núna, og fáðu dekurpakka í kaupbæti!
Mest lesið Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour Lily-Rose Depp verður andlit Chanel No. 5 L'Eau Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Fara strákarnir að stelast í snyrtibudduna? Glamour Brad Pitt sést opinberlega í fyrsta skiptið frá skilnaðarfréttunum Glamour Tryllt auglýsing frá Kenzo leikstýrð af Spike Jonze Glamour Hip-Hop lög Victoriu Beckham komast loksins upp á yfirborðið Glamour