Meðferðarlyf valda vanda á Hrauninu Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 18. desember 2015 08:00 Lyfinu er smyglað inn á Hraunið og gengur þar kaupum og sölum fyrir 10 þúsund krónur taflan. VÍSIR/ANTON BRINK Fangelsismál Vandamál hafa komið upp vegna misnotkunar fanga á Litla-Hrauni á lyfinu Suboxone. 52 slík tilfelli hafa komið upp í fangelsinu það sem af er ári. Um er að ræða mikla aukningu á stuttum tíma. Fjórðungur af öllum agaviðurlögum í fangelsinu á árinu er tilkominn vegna misnotkunar á lyfinu. Á síðustu þremur árum hafa 99% af sölu Suboxone verið til Landspítala og meðferðarstofnana hér á landi – sem svo ávísa áfram á sjúklinga sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð við lyfjafíkn, samkvæmt Lyfjastofnun. Þeir sem eru háðir lyfinu þurfa á afeitrun að halda til þess að komast af Suboxone. Á Litla-Hrauni er ekki hægt að afeitra, þar sem enginn læknir er þar starfandi að staðaldri. Þeir sem háðir eru lyfinu fara í fráhvörf þegar þeir hætta neyslu þess sem geta reynst hættuleg. Alla jafna er föngum í lokuðum úrræðum ekki heimilt að fara í áfengis- eða vímuefnameðferð á Vogi, fyrr en afplánun er langt á veg komin eða henni lýkur. Átta milligramma tafla af lyfinu gengur kaupum og sölum á Litla-Hrauni fyrir um tíu þúsund krónur. Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi, kannaðist ekki við að Suboxone væri misnotað í fangelsinu þegar falast var eftir viðbrögðum hans, en sagði lyfið hafa bjargað lífi fjölda sjúklinga á Vogi. Fylgst væri með þeim sem fengju lyfinu ávísað. Þær Suboxone-töflur sem ávísað er hér á landi fara að mestu leyti í gegnum Vog. Lyfinu er ávísað til þeirra sem eru í viðhaldsmeðferð fyrir sprautufíkla. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í geðlækningum og sérfræðinga í meðhöndlun á lyfjafíkn. Ekkert er hægt að fullyrða um hvaðan lyfin sem berast inn á Litla-Hraun koma, hvort þau séu flutt inn eða hvort þeim sé ávísað af læknum hér á landi. Algengt er að læknadópi á borð við Suboxone sé smyglað inn í fangelsið með gestum. Fíkniefnahundur finnur ekki lykt af slíkum lyfjum. Þá sjá fangar ávinning í því að ekki er bersýnilegt að menn séu undir áhrifum Suboxone og því kemst ekki upp um þá nema þeir séu sérstaklega prófaðir fyrir slíku. Starfsmenn fangelsisins kannast við lyfið og segja það vandamál. Lyfið er ávanabindandi og getur verið hættulegt ef það er ekki notað í réttum tilgangi og undir eftirliti fagfólks. Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er skylt morfíni en notað við lyfjafíkn en naloxón er til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Fangelsismál Vandamál hafa komið upp vegna misnotkunar fanga á Litla-Hrauni á lyfinu Suboxone. 52 slík tilfelli hafa komið upp í fangelsinu það sem af er ári. Um er að ræða mikla aukningu á stuttum tíma. Fjórðungur af öllum agaviðurlögum í fangelsinu á árinu er tilkominn vegna misnotkunar á lyfinu. Á síðustu þremur árum hafa 99% af sölu Suboxone verið til Landspítala og meðferðarstofnana hér á landi – sem svo ávísa áfram á sjúklinga sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð við lyfjafíkn, samkvæmt Lyfjastofnun. Þeir sem eru háðir lyfinu þurfa á afeitrun að halda til þess að komast af Suboxone. Á Litla-Hrauni er ekki hægt að afeitra, þar sem enginn læknir er þar starfandi að staðaldri. Þeir sem háðir eru lyfinu fara í fráhvörf þegar þeir hætta neyslu þess sem geta reynst hættuleg. Alla jafna er föngum í lokuðum úrræðum ekki heimilt að fara í áfengis- eða vímuefnameðferð á Vogi, fyrr en afplánun er langt á veg komin eða henni lýkur. Átta milligramma tafla af lyfinu gengur kaupum og sölum á Litla-Hrauni fyrir um tíu þúsund krónur. Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi, kannaðist ekki við að Suboxone væri misnotað í fangelsinu þegar falast var eftir viðbrögðum hans, en sagði lyfið hafa bjargað lífi fjölda sjúklinga á Vogi. Fylgst væri með þeim sem fengju lyfinu ávísað. Þær Suboxone-töflur sem ávísað er hér á landi fara að mestu leyti í gegnum Vog. Lyfinu er ávísað til þeirra sem eru í viðhaldsmeðferð fyrir sprautufíkla. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í geðlækningum og sérfræðinga í meðhöndlun á lyfjafíkn. Ekkert er hægt að fullyrða um hvaðan lyfin sem berast inn á Litla-Hraun koma, hvort þau séu flutt inn eða hvort þeim sé ávísað af læknum hér á landi. Algengt er að læknadópi á borð við Suboxone sé smyglað inn í fangelsið með gestum. Fíkniefnahundur finnur ekki lykt af slíkum lyfjum. Þá sjá fangar ávinning í því að ekki er bersýnilegt að menn séu undir áhrifum Suboxone og því kemst ekki upp um þá nema þeir séu sérstaklega prófaðir fyrir slíku. Starfsmenn fangelsisins kannast við lyfið og segja það vandamál. Lyfið er ávanabindandi og getur verið hættulegt ef það er ekki notað í réttum tilgangi og undir eftirliti fagfólks. Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er skylt morfíni en notað við lyfjafíkn en naloxón er til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði