Óhjákvæmilegt að refsa Tyrkjum Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2015 05:00 Að venju var mikið fjölmenni á hinum árlega blaðamannafundi Pútíns, sem sjónvarpað var í gær. vísir/epa Rússland Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór hörðum orðum um tyrkneska ráðamenn á hinum árlega blaðamannafundi sínum sem sjónvarpað var í gær. Hann sagðist ekki sjá neinn flöt á því að bæta samskiptin við Tyrkland á næstunni. „Við höfum lært það af reynslunni að það er erfitt eða næstum því ómögulegt að komast að samkomulagi við núverandi stjórn Tyrklands,“ sagði Pútín. „Jafnvel þegar við segjumst vera sammála þeim, þá reyna þeir að leika á okkur eða stinga okkur í bakið gjörsamlega að ástæðulausu.“ Hann sagði hugsanlegt að þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í síðasta mánuði hefðu þeir fyrst og fremst ætlað að sleikja sig upp við Bandaríkjamenn, og notaði þar sæmilega gróft orðalag: „En ef einhver forystumanna Tyrklands ákvað að sleikja Bandaríkjamenn á vissum stað, þá veit ég ekki hvort það var skynsamlegt,“ sagði Pútín og hótaði refsiaðgerðum. „Ég held hins vegar að leiðtogar Tyrklands hafi farið fram úr sjálfum sér þarna. Rússland neyðist til þess að grípa til efnahagshafta eða annarra aðgerða, til dæmis hvað varðar ferðaþjónustu.“ Á hinn bóginn sýndi Pútín vilja til þess að vinna með Bandaríkjamönnum að lausn á átökunum í Sýrlandi: „Hugmyndir Rússlands fara í meginatriðum saman við þær hugmyndir sem Bandaríkin hafa viðrað. Það er samstarf um stjórnarskrárbreytingar, eftirlit með lýðræðislegum kosningum í framtíðinni, kosningarnar sjálfar og viðurkenning á úrslitum þeirra,“ sagði hann, en hélt þó fast við eindreginn stuðning sinn við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Loftárásir rússneska hersins í Sýrlandi þjóni einkum því markmiði að styðja sókn stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum. Hins vegar styðji hann drög Bandaríkjamanna að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Sýrland: „Ég held að sýrlenskir ráðamenn muni líka fallast á þau drög. Það getur verið eitthvað sem einhver er ekki ánægður með. En til að reyna að finna lausn á blóðugum átökum til margra ára, þá er alltaf rúm fyrir málamiðlanir á báða bóga.“ Þá viðurkenndi Pútín í fyrsta sinn opinberlega að Rússar hefðu sent uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu hernaðaraðstoð af einhverju tagi, þótt orðalagið væri óljóst: „Við höfum aldrei sagt að það væru ekki menn þarna að sinna ákveðnum verkefnum, þar á meðal á hernaðarsviðinu, en þetta þýðir ekki að þarna sé rússneskt herlið. Áttaðu þig á muninum,“ sagði hann við spyrjanda, sem nafngreindi rússneska hermenn sem úkraínsk stjórnvöld hafa handtekið. Loks hældi Pútín bandaríska repúblikananum Donald Trump á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Rússland Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór hörðum orðum um tyrkneska ráðamenn á hinum árlega blaðamannafundi sínum sem sjónvarpað var í gær. Hann sagðist ekki sjá neinn flöt á því að bæta samskiptin við Tyrkland á næstunni. „Við höfum lært það af reynslunni að það er erfitt eða næstum því ómögulegt að komast að samkomulagi við núverandi stjórn Tyrklands,“ sagði Pútín. „Jafnvel þegar við segjumst vera sammála þeim, þá reyna þeir að leika á okkur eða stinga okkur í bakið gjörsamlega að ástæðulausu.“ Hann sagði hugsanlegt að þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í síðasta mánuði hefðu þeir fyrst og fremst ætlað að sleikja sig upp við Bandaríkjamenn, og notaði þar sæmilega gróft orðalag: „En ef einhver forystumanna Tyrklands ákvað að sleikja Bandaríkjamenn á vissum stað, þá veit ég ekki hvort það var skynsamlegt,“ sagði Pútín og hótaði refsiaðgerðum. „Ég held hins vegar að leiðtogar Tyrklands hafi farið fram úr sjálfum sér þarna. Rússland neyðist til þess að grípa til efnahagshafta eða annarra aðgerða, til dæmis hvað varðar ferðaþjónustu.“ Á hinn bóginn sýndi Pútín vilja til þess að vinna með Bandaríkjamönnum að lausn á átökunum í Sýrlandi: „Hugmyndir Rússlands fara í meginatriðum saman við þær hugmyndir sem Bandaríkin hafa viðrað. Það er samstarf um stjórnarskrárbreytingar, eftirlit með lýðræðislegum kosningum í framtíðinni, kosningarnar sjálfar og viðurkenning á úrslitum þeirra,“ sagði hann, en hélt þó fast við eindreginn stuðning sinn við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Loftárásir rússneska hersins í Sýrlandi þjóni einkum því markmiði að styðja sókn stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum. Hins vegar styðji hann drög Bandaríkjamanna að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Sýrland: „Ég held að sýrlenskir ráðamenn muni líka fallast á þau drög. Það getur verið eitthvað sem einhver er ekki ánægður með. En til að reyna að finna lausn á blóðugum átökum til margra ára, þá er alltaf rúm fyrir málamiðlanir á báða bóga.“ Þá viðurkenndi Pútín í fyrsta sinn opinberlega að Rússar hefðu sent uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu hernaðaraðstoð af einhverju tagi, þótt orðalagið væri óljóst: „Við höfum aldrei sagt að það væru ekki menn þarna að sinna ákveðnum verkefnum, þar á meðal á hernaðarsviðinu, en þetta þýðir ekki að þarna sé rússneskt herlið. Áttaðu þig á muninum,“ sagði hann við spyrjanda, sem nafngreindi rússneska hermenn sem úkraínsk stjórnvöld hafa handtekið. Loks hældi Pútín bandaríska repúblikananum Donald Trump á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira