Franskar stúlkur í fangelsi: Fluttu inn tæpt kíló af kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2015 17:09 Fangaverðir fundu pakkningu af kókaíni undir dýnu annarrar stúlkunnar á Litla-Hrauni. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir nítján ára og 24 ára frönskum stúlkum fyrir innflutning á kókaíni síðastliðið vor. Stúlkurnar, Samia Mohammedi og Madina Afif, hlutu átján mánaða dóm í héraði en Hæstirétti stytti dóminn í fimmtán mánuði. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Framleiða mætti rúmlega 800 grömm af kókaíni að styrkleika 29% úr efninu sem stúlkurnar fluttu inn. Söluvirði þess er tæpar þrettán milljónir króna miðað við gögn SÁÁTekði tillit til játningar og ungs aldurs Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Til refsimildunar leit Hæstiréttur til ungs aldurs þeirra frönsku og þess að þær hefðu játað brot sín og ekki áður gerst sekar um refsiverða háttsemi sem áhrif gæti haft við ákvörðun refsingar í málinu. Á hinn bóginn var það virt þeim til refsiþyngingar að þær hefðu flutt inn talsvert magn hættulegra fíkniefna og að styrkur þeirra hefði verið umtalsverður. Var refsing hvors um sig ákveðin fangelsi í 15 mánuði en gæsluvarðhaldsvist sem þær hafa sætt, um sjö mánuðir, kemur til frádráttar. Tengdar fréttir Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31 Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir nítján ára og 24 ára frönskum stúlkum fyrir innflutning á kókaíni síðastliðið vor. Stúlkurnar, Samia Mohammedi og Madina Afif, hlutu átján mánaða dóm í héraði en Hæstirétti stytti dóminn í fimmtán mánuði. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Framleiða mætti rúmlega 800 grömm af kókaíni að styrkleika 29% úr efninu sem stúlkurnar fluttu inn. Söluvirði þess er tæpar þrettán milljónir króna miðað við gögn SÁÁTekði tillit til játningar og ungs aldurs Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Til refsimildunar leit Hæstiréttur til ungs aldurs þeirra frönsku og þess að þær hefðu játað brot sín og ekki áður gerst sekar um refsiverða háttsemi sem áhrif gæti haft við ákvörðun refsingar í málinu. Á hinn bóginn var það virt þeim til refsiþyngingar að þær hefðu flutt inn talsvert magn hættulegra fíkniefna og að styrkur þeirra hefði verið umtalsverður. Var refsing hvors um sig ákveðin fangelsi í 15 mánuði en gæsluvarðhaldsvist sem þær hafa sætt, um sjö mánuðir, kemur til frádráttar.
Tengdar fréttir Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31 Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31
Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06