Franskar stúlkur í fangelsi: Fluttu inn tæpt kíló af kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2015 17:09 Fangaverðir fundu pakkningu af kókaíni undir dýnu annarrar stúlkunnar á Litla-Hrauni. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir nítján ára og 24 ára frönskum stúlkum fyrir innflutning á kókaíni síðastliðið vor. Stúlkurnar, Samia Mohammedi og Madina Afif, hlutu átján mánaða dóm í héraði en Hæstirétti stytti dóminn í fimmtán mánuði. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Framleiða mætti rúmlega 800 grömm af kókaíni að styrkleika 29% úr efninu sem stúlkurnar fluttu inn. Söluvirði þess er tæpar þrettán milljónir króna miðað við gögn SÁÁTekði tillit til játningar og ungs aldurs Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Til refsimildunar leit Hæstiréttur til ungs aldurs þeirra frönsku og þess að þær hefðu játað brot sín og ekki áður gerst sekar um refsiverða háttsemi sem áhrif gæti haft við ákvörðun refsingar í málinu. Á hinn bóginn var það virt þeim til refsiþyngingar að þær hefðu flutt inn talsvert magn hættulegra fíkniefna og að styrkur þeirra hefði verið umtalsverður. Var refsing hvors um sig ákveðin fangelsi í 15 mánuði en gæsluvarðhaldsvist sem þær hafa sætt, um sjö mánuðir, kemur til frádráttar. Tengdar fréttir Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31 Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir nítján ára og 24 ára frönskum stúlkum fyrir innflutning á kókaíni síðastliðið vor. Stúlkurnar, Samia Mohammedi og Madina Afif, hlutu átján mánaða dóm í héraði en Hæstirétti stytti dóminn í fimmtán mánuði. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Framleiða mætti rúmlega 800 grömm af kókaíni að styrkleika 29% úr efninu sem stúlkurnar fluttu inn. Söluvirði þess er tæpar þrettán milljónir króna miðað við gögn SÁÁTekði tillit til játningar og ungs aldurs Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Til refsimildunar leit Hæstiréttur til ungs aldurs þeirra frönsku og þess að þær hefðu játað brot sín og ekki áður gerst sekar um refsiverða háttsemi sem áhrif gæti haft við ákvörðun refsingar í málinu. Á hinn bóginn var það virt þeim til refsiþyngingar að þær hefðu flutt inn talsvert magn hættulegra fíkniefna og að styrkur þeirra hefði verið umtalsverður. Var refsing hvors um sig ákveðin fangelsi í 15 mánuði en gæsluvarðhaldsvist sem þær hafa sætt, um sjö mánuðir, kemur til frádráttar.
Tengdar fréttir Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31 Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31
Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06