Fótbolti

Íslendingar sótt um 3.000 miða á EM | 34 þúsund miðar í boði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nóg af miðum eftir.
Nóg af miðum eftir. vísir/vilhelm
Íslendingar hafa alls sótt um 3.000 miða á Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Frakklandi á næsta ári en miðasala hófst á mánudaginn. Knattspyrnusamband Íslands greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni dag.

Íslenskir stuðningsmenn hafa sótt um um það bil 1.000 miða á hvern leikjanna þriggja sem gera um 3.000 miða í heildina. Nóg af miðum er eftir en Ísland fær í heildina 34 þúsund miða á Evrópumótið.

Auk þess hafa Íslendingar sótt um 548 svokallaða „Follow your team“-miða og fylgja 54 af þeim íslenska liðinu alla leið í úrslitaleikinn.

Fyrsti leikur Íslands verður 14. júní gegn Portúgal í Saint-Étienne en þar eru í boði 7.000 miðar fyrir Íslendinga.

Eftir það taka við leikir gegn Ungverjalandi í Marseille 18. júní þar sem tólf þúsund miðar eru í boði fyrir Íslendinga og síðasti leikurinn í riðlakeppninni verður gegn Austurríki í París 22. júní þar sem fimmtán þúsund miðar eru í boði.

Hægt er að sækja miða til 18. janúar þannig nægur tími er til stefnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×