Erlent

Samþykkja ályktun ætlaða til að hindra fjármögnun ISIS

Atli ísleifsson skrifar
Ályktunin svipar til þeirrar sem samþykkt var árið 1999 og beindist gegn al-Qaeda.
Ályktunin svipar til þeirrar sem samþykkt var árið 1999 og beindist gegn al-Qaeda. Vísir/AFP
Búist er við að fjármálaráðherrar þeirra fimmtán ríkja sem sæti eiga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykki ályktun sem miði að því að hrindra fjármögnun ISIS-samtakanna.

Ályktunin svipar til þeirrar sem samþykkt var árið 1999 og beindist gegn al-Qaeda. Er hvatt til að ríki heims vinni með ákveðnum hætti að því að stöðva fjárflæði til samtakanna, til dæmis með því að koma í veg fyrir smygl liðsmanna ISIS á olíu og menningarminjum.

Í frétt BBC segir að ISIS-samtökin séu auðugasti uppreisnarhópur heims þar sem tekjurnar nemi um 80 milljónum Bandaríkjadala á mánuði.

Fjármálaráðherrarnir koma saman í New York í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×