Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. desember 2015 10:42 „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm „Ég held að viðkomandi hafi tekið það til sín og viti hvað lá undir. Þetta er bara algjörlega mín upplifun og ég fer ekkert ofan af því,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Lilja Rafney vakti athygli á löngum þingfundi í gær að þingmaður væri undir áhrifum. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Viðbrögð þingforseta, Einars K. Guðfinssonar, voru stutt: „Ha?“ sagði Einar og gerði Ragnheiður Ríkharðsdóttir athugasemd við fundarstjórn forsetans. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það að sinni,“ segir Lilja Rafney í samtali við Vísi. „Ég held að það sé ekki aðalatriðið.“Ræðu Lilju Rafneyjar frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Vonandi að viðkomandi haldi áfengi utan þingsins Aðspurð hvort hún hafi fengið sterk viðbrögð á þingi og hvort kollegar hennar séu henni sammála svarar hún: „Ég ætla ekkert að tjá mig mikið meira um þetta. Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti.“ Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í gærkvöldi og stóð í sex klukkutíma en þingfundi var frestað á miðnætti. „Það er vonandi að viðkomandi spái í því í framhaldinu, að halda slíku utan þingsins,“ segir Lilja Rafney. „Það skiptir ekki máli hvort það sé lítið eða mikið – það fer yfirleitt ekki milli mála. Ég vil annars ekki segja meira um þetta.“Fjölmörg dæmi um áfengi á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við Mbl.is árið 2009 að það væri vel þekkt að þingmenn væru undir áhrifum áfengis í þingsal. Það hefði hins vegar liðið undir lok með tíunda áratugnum. Þá baðst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá þingmaður Samfylkingar, afsökunar á því að hafa verið undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis í ágúst 2009. Honum hefðu orðið á mistök en hann hefði fengið sér rauðvín með mat fyrr um kvöldið. Alþingi Tengdar fréttir Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
„Ég held að viðkomandi hafi tekið það til sín og viti hvað lá undir. Þetta er bara algjörlega mín upplifun og ég fer ekkert ofan af því,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Lilja Rafney vakti athygli á löngum þingfundi í gær að þingmaður væri undir áhrifum. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Viðbrögð þingforseta, Einars K. Guðfinssonar, voru stutt: „Ha?“ sagði Einar og gerði Ragnheiður Ríkharðsdóttir athugasemd við fundarstjórn forsetans. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það að sinni,“ segir Lilja Rafney í samtali við Vísi. „Ég held að það sé ekki aðalatriðið.“Ræðu Lilju Rafneyjar frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Vonandi að viðkomandi haldi áfengi utan þingsins Aðspurð hvort hún hafi fengið sterk viðbrögð á þingi og hvort kollegar hennar séu henni sammála svarar hún: „Ég ætla ekkert að tjá mig mikið meira um þetta. Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti.“ Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í gærkvöldi og stóð í sex klukkutíma en þingfundi var frestað á miðnætti. „Það er vonandi að viðkomandi spái í því í framhaldinu, að halda slíku utan þingsins,“ segir Lilja Rafney. „Það skiptir ekki máli hvort það sé lítið eða mikið – það fer yfirleitt ekki milli mála. Ég vil annars ekki segja meira um þetta.“Fjölmörg dæmi um áfengi á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við Mbl.is árið 2009 að það væri vel þekkt að þingmenn væru undir áhrifum áfengis í þingsal. Það hefði hins vegar liðið undir lok með tíunda áratugnum. Þá baðst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá þingmaður Samfylkingar, afsökunar á því að hafa verið undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis í ágúst 2009. Honum hefðu orðið á mistök en hann hefði fengið sér rauðvín með mat fyrr um kvöldið.
Alþingi Tengdar fréttir Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51