Sextíu milljónir í tilgangslaus passamál Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 17. desember 2015 07:00 Oft vaknar grunur um að fórnarlömb mansals séu vistuð í fangelsum landsins. vísir/anton brink „Þetta er fáránlegt. Þetta skilar einvörðungu álagi á fangelsiskerfið og er óþarfi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um svokölluð passamál erlenda ríkisborgara sem eru handteknir fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins. Frá 2010 hafa 168 einstaklingar verið dæmdir og setið í íslenskum fangelsum vegna þessa. Sólarhringur í fangelsi á Íslandi kostar um það bil 24 þúsund krónur á hvern fanga. Sé kostnaður vegna þessa gróflega reiknaður eru það rúmlega 60 milljónir. Inni í því er ekki lögfræðikostnaður og annar kostnaður sem greiðist af ríkinu vegna fyrirtöku málanna í íslenskum dómstólum. Páll segir Fangelsismálastofnun ítrekað hafa bent yfirvöldum á að engu skili að fangelsa þessa einstaklinga sem um ræðir. „Refsing skilar engu og hefur ekki þau varnaðaráhrif sem refsingar eiga að hafa. Haldið þið að það skipti sköpum fyrir manneskju sem er að taka ákvörðun um að flýja heimalandið á fölsuðum vegabréfum að hún verði hugsanlega látin sitja inni á Íslandi í fimmtán daga?“ Dómurinn fyrir brot af þessu tagi er langoftast þrjátíu daga fangelsisvist, en að því gefnu að fólk brjóti engin agaviðurlög á meðan á vistinni stendur situr það aðeins inni í fimmtán daga.Páll Winkelvísir/andri marinóNokkuð hefur verið fjallað um plássleysi í fangelsiskerfinu hér á landi, en tæplega fimm hundruð manns eru nú á biðlista eftir að hefja afplánun. „Það skilar engu að fangelsa þetta fólk. Það kostar pening og tekur pláss.“ Páll segir flesta þá sem eru handteknir einungis vera að millilenda hér á leið sinni annað. Hann segir grunsemdir oft hafa vaknað um að viðkomandi sé fórnarlamb mansals og sé sent milli landa á fölsuðum vegabréfum. Fólkið stoppar stutt við, því sé erfitt að veita því hjálp og í mörgum tilfellum eigi starfsfólk fangelsanna erfitt með að skilja viðkomandi. „Það sem við sjáum að mörg eiga sameiginlegt er að þau eiga mjög erfitt. Fólk er illa statt. Flestir eru að flýja slæmar aðstæður og hafa engin tengsl við Ísland. Við fangelsum þetta fólk og til hvers? Það hefur engin áhrif, fólkið situr inni í 15 daga og er svo bara farið úr landi,“ segir hann. Afplánun þessa fólks á sér stað í beinu framhaldi af gæsluvarðhaldi og því er það í forgangi að hefja afplánun. „Við höfum velt því fyrir okkur þegar staðan er hvað erfiðust að hleypa þeim bara út. Einhvern tímann var þessi stefna mótuð að taka hart á þessu fólki og dæma það í óskilorðsbundið fangelsi.“ Flestir þeir sem teknir hafa verið við komu til landsins eru frá Nígeríu og Íran, eða 19 frá hvoru landi. Þá hafa sextán verið gripnir frá Sómalíu, fimmtán frá Albaníu, fjórtán frá Georgíu og þrettán frá Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Þetta er fáránlegt. Þetta skilar einvörðungu álagi á fangelsiskerfið og er óþarfi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um svokölluð passamál erlenda ríkisborgara sem eru handteknir fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins. Frá 2010 hafa 168 einstaklingar verið dæmdir og setið í íslenskum fangelsum vegna þessa. Sólarhringur í fangelsi á Íslandi kostar um það bil 24 þúsund krónur á hvern fanga. Sé kostnaður vegna þessa gróflega reiknaður eru það rúmlega 60 milljónir. Inni í því er ekki lögfræðikostnaður og annar kostnaður sem greiðist af ríkinu vegna fyrirtöku málanna í íslenskum dómstólum. Páll segir Fangelsismálastofnun ítrekað hafa bent yfirvöldum á að engu skili að fangelsa þessa einstaklinga sem um ræðir. „Refsing skilar engu og hefur ekki þau varnaðaráhrif sem refsingar eiga að hafa. Haldið þið að það skipti sköpum fyrir manneskju sem er að taka ákvörðun um að flýja heimalandið á fölsuðum vegabréfum að hún verði hugsanlega látin sitja inni á Íslandi í fimmtán daga?“ Dómurinn fyrir brot af þessu tagi er langoftast þrjátíu daga fangelsisvist, en að því gefnu að fólk brjóti engin agaviðurlög á meðan á vistinni stendur situr það aðeins inni í fimmtán daga.Páll Winkelvísir/andri marinóNokkuð hefur verið fjallað um plássleysi í fangelsiskerfinu hér á landi, en tæplega fimm hundruð manns eru nú á biðlista eftir að hefja afplánun. „Það skilar engu að fangelsa þetta fólk. Það kostar pening og tekur pláss.“ Páll segir flesta þá sem eru handteknir einungis vera að millilenda hér á leið sinni annað. Hann segir grunsemdir oft hafa vaknað um að viðkomandi sé fórnarlamb mansals og sé sent milli landa á fölsuðum vegabréfum. Fólkið stoppar stutt við, því sé erfitt að veita því hjálp og í mörgum tilfellum eigi starfsfólk fangelsanna erfitt með að skilja viðkomandi. „Það sem við sjáum að mörg eiga sameiginlegt er að þau eiga mjög erfitt. Fólk er illa statt. Flestir eru að flýja slæmar aðstæður og hafa engin tengsl við Ísland. Við fangelsum þetta fólk og til hvers? Það hefur engin áhrif, fólkið situr inni í 15 daga og er svo bara farið úr landi,“ segir hann. Afplánun þessa fólks á sér stað í beinu framhaldi af gæsluvarðhaldi og því er það í forgangi að hefja afplánun. „Við höfum velt því fyrir okkur þegar staðan er hvað erfiðust að hleypa þeim bara út. Einhvern tímann var þessi stefna mótuð að taka hart á þessu fólki og dæma það í óskilorðsbundið fangelsi.“ Flestir þeir sem teknir hafa verið við komu til landsins eru frá Nígeríu og Íran, eða 19 frá hvoru landi. Þá hafa sextán verið gripnir frá Sómalíu, fimmtán frá Albaníu, fjórtán frá Georgíu og þrettán frá Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira