Tryggingasvikari sem ók Bugatti Veyron út í stöðuvatn fékk 1 árs dóm Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 15:19 Fyrir nokkrum árum síðan ók Andy House rándýrun Bugatti Veyron bíl sínum rakleiðis útí stöðuvatn í Texas fylki í Bandaríkjunum. Það gerði hann til að svíkja út tryggingar, en bíllinn var tryggður fyrir 2,2 milljónir dollara þó svo Andy hafi keypt hann fyrir 1,0 milljón dollara. Andy House bar því við er hann var spurður af hverju bíllinn endaði úti vatninu að hann hafi verið að forðast pelíkana á lágflugi. Því miður fyrir þennan óheppna eða klaufska svikara þá náðust myndir af athæfi hans. Þar sést að engir pelíkanar, né aðrir fuglar, voru nálægt bílnum heldur ekur hann greinilega viljandi beint útí vatnið. Fyrir þessa tilraun til að svíkja út peninga frá tryggingafélagi sínu hefur Andy nú verið dæmdur til eins árs fangelsinsvistar og eftir að henni líkur þarf hann að sæta eftirliti næstu 3 árin. Auk þess þarf hann að borga tryggingafélaginu 600.000 dollara., Hann er líka einum Bugatti Veyron fátækari. Í myndskeiðinu hér að ofan sést er Andy House ekur bílnum viljandi í stöðuvatnið. Þetta myndskeið sannaði sekt hans. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent
Fyrir nokkrum árum síðan ók Andy House rándýrun Bugatti Veyron bíl sínum rakleiðis útí stöðuvatn í Texas fylki í Bandaríkjunum. Það gerði hann til að svíkja út tryggingar, en bíllinn var tryggður fyrir 2,2 milljónir dollara þó svo Andy hafi keypt hann fyrir 1,0 milljón dollara. Andy House bar því við er hann var spurður af hverju bíllinn endaði úti vatninu að hann hafi verið að forðast pelíkana á lágflugi. Því miður fyrir þennan óheppna eða klaufska svikara þá náðust myndir af athæfi hans. Þar sést að engir pelíkanar, né aðrir fuglar, voru nálægt bílnum heldur ekur hann greinilega viljandi beint útí vatnið. Fyrir þessa tilraun til að svíkja út peninga frá tryggingafélagi sínu hefur Andy nú verið dæmdur til eins árs fangelsinsvistar og eftir að henni líkur þarf hann að sæta eftirliti næstu 3 árin. Auk þess þarf hann að borga tryggingafélaginu 600.000 dollara., Hann er líka einum Bugatti Veyron fátækari. Í myndskeiðinu hér að ofan sést er Andy House ekur bílnum viljandi í stöðuvatnið. Þetta myndskeið sannaði sekt hans.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent