Mercedes Benz ELC árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 09:55 Mercedes Benz ELC verður byggður á GLC jeppanum. worldcarfans Mercedes Benz er nýbúið að kynna GLC jeppann sem leysir af hólmi GLK. Ekki ætlar Benz að láta þar staðar numið heldur koma með á markað aðra útfærslu hans sem knúinn verður eingöngu rafmagni og fær stafina ELC. Stendur E í nafninu fyrir Electricity. Vart er þó hægt að kalla bílinn útfærslu GLC þar sem flest annað en gluggarnir og þakið á bílunum eru sameiginlegir. ELC verður með mjög stórum rafhlöðum og öflugum tveimur rafmótorum sem samtals skila 536 hestöflum. Drægni bílsins verður um 400 km og heyrst hefur að hægt verði að hlaða bílinn þráðlaust. Þessi bíll er hugsaður sem keppinautur tilvonandi Audi Q6 e-tron rafmagnsbíls. Sá verður um 500 hestöfl og á að komast lengra en 500 km á hverri hleðslu. Mercedes Benz ELC á að kosta minna en 50.000 evrur og verður því líklega ódýrari en Audi Q6 e-tron. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Mercedes Benz er nýbúið að kynna GLC jeppann sem leysir af hólmi GLK. Ekki ætlar Benz að láta þar staðar numið heldur koma með á markað aðra útfærslu hans sem knúinn verður eingöngu rafmagni og fær stafina ELC. Stendur E í nafninu fyrir Electricity. Vart er þó hægt að kalla bílinn útfærslu GLC þar sem flest annað en gluggarnir og þakið á bílunum eru sameiginlegir. ELC verður með mjög stórum rafhlöðum og öflugum tveimur rafmótorum sem samtals skila 536 hestöflum. Drægni bílsins verður um 400 km og heyrst hefur að hægt verði að hlaða bílinn þráðlaust. Þessi bíll er hugsaður sem keppinautur tilvonandi Audi Q6 e-tron rafmagnsbíls. Sá verður um 500 hestöfl og á að komast lengra en 500 km á hverri hleðslu. Mercedes Benz ELC á að kosta minna en 50.000 evrur og verður því líklega ódýrari en Audi Q6 e-tron.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent