Innlent

Illugi segir orð Össurar um afsögn vegna RÚV hafa lítið vægi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
„Leitun er af ráðherra í stjórnmálasögu landsins sem hefur látið yfir sig ganga jafn mikið stefnubrot eins og hann gerði sem utanríkisráðherra,“ skrifar ráðherrann um málið á Facebook.
„Leitun er af ráðherra í stjórnmálasögu landsins sem hefur látið yfir sig ganga jafn mikið stefnubrot eins og hann gerði sem utanríkisráðherra,“ skrifar ráðherrann um málið á Facebook. Vísir
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að orð Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, um að hann ætti að segja af sér nái frumvarp hans um óbreytt útvarpsgjald ekki fram að ganga hafa lítið vægi.

„Leitun er af ráðherra í stjórnmálasögu landsins sem hefur látið yfir sig ganga jafn mikið stefnubrot eins og hann gerði sem utanríkisráðherra,“ skrifar Illugi um málið á Facebook-síðu sína. Hann furðar sig í færslunni á því að Össur hafi hins vegar ekki sett fótinn niður og hótað afsögn vegna vandræðagangs með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Rifjar hann upp að VG, samstarfsflokkur Samfylkingar í síðustu ríkisstjórn, hafi stöðvað þetta hjartans mál Samfylkingarinnar. Össur hafi þurft að kyngja því að setja umsóknina á ís þegar draga tók að kosningum vorið 2013. 

„Einhverjir hefðu nú sagt að utanríkisráðherra myndi aldrei sitja undir slíku, hann hlyti samvisku sinnar vegna að hóta afsögn og stilla þannig samstarfsflokki sínum upp við vegg. Um var jú að ræða sjálfan tilvistargrundvöll Samfylkingarinnar, algert prinsipmál fyrir flokkinn hans. En nei, hann hótaði afsögn út af deilu um fjármagn til þróunarmála,“ segir Illugi.

Það er hægt að hafa gaman af honum Össuri. Honum finnst Ríkisútvarpið slíkt prinsipmál að ég hljóti að segja af mér ef é...

Posted by Illugi Gunnarsson on Tuesday, December 15, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×