Gleðileg jól allra barna? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa það að leiðarljósi sem er börnum fyrir bestu. Samvera fjölskyldu, nánd og kærleikur er flestum það sem skiptir mestu máli. Aðventan er einnig sá tími sem margir nýta til samveru með börnum sínum, til að sækja saman ýmsa viðburði og taka þátt í menningu og listum.Mismunandi aðstæður barna Ekki eru öll börn svo heppin að geta notið aðventu og jóla. Mörg börn búa við þannig aðstæður að jólin eru jafnvel tími kvíða og vanlíðunar. Sum börn búa við ofbeldi á heimili og óttast að jólin verði ekki friðsöm, önnur búa við alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma í fjölskyldum sínum og óttast að heimilið verði heltekið yfir jólin. Svo eru börn sem búa við fátækt og horfa eins og litla stúlkan með eldspýturnar á allsnægtir annarra án þess að geta notið þeirra sjálf. Þau finna jafnvel til skammar. Mörg börn eiga fleiri en eina fjölskyldu og geta því ekki dvalist öll jólin á heimilum beggja fjölskyldna. Þau finna jafnvel fyrir átökum foreldra vegna samveru við þau, eða að þau fá jafnvel ekki að umgangast annað foreldri sitt um jólin. Sum börn hafa aldrei fengið að dvelja með öðru foreldri sínu á aðfangadagskvöldi og hafa þar af leiðandi ekki fengið að upplifa þann hátíðisdag með því foreldri og fjölskyldu þess. Þessi börn búa mörg við aðstæður þar sem foreldrar þeirra taka sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þeirra.Réttindi barna Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, nýta hæfileika sína, njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Þau eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína. Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Þau búa við vanrækslu. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn svo sem til að taka þátt í samfélagi lista og menningar og fá því jafnvel ekki að uppgötva eigin áhugasvið eða hæfileika. Börn sem ekki fá að rækta tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna eru svipt þeim grunnréttindum sínum.Jól allra? Aðfangadagur jóla hefur til þessa verið talinn einn hátíðlegasti dagur ársins á Íslandi og sá dagur sem flestir vilja eyða með þeim sem standa hjarta þeirra næst. Því miður er það svo að vegna erfiðra aðstæðna er sá dagur sá erfiðasti og kvíðvænlegasti hjá mörgum börnum. Ekki halda öll börn á Íslandi upp á jólin. Þau eiga þó sama rétt og önnur börn. Þar að auki eiga þau rétt á að njóta eigin menningar og að iðka eigin trú. Ekki má mismuna börnum að þessu leyti, ekki frekar en hvað varðar önnur réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Bernskan líður hratt, en atburðir og aðstæður bernskunnar geta haft afgerandi áhrif á líf barna til framtíðar. Ágæti lesandi, ef þú þekkir barn sem býr við óviðunandi aðstæður einhverra hluta vegna, þá getur þú brugðist við og stutt barnið. Þú getur verið til staðar fyrir barnið, þú getur stutt fjölskyldur fátækra barna með því að færa þeim það sem þær skortir eða boðið þeim á einhverja viðburði sem göfga líf þeirra. Þú getur líka stutt hjálparsamtök og þú getur haft samband við yfirvöld sem eiga að tryggja réttindi og vernd barna. Munum að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og hafa yfirleitt ekkert val um hvaða stöðu þau eru í. Tryggjum öllum börnum þau réttindi sem þeim ber og stöndum vörð um velferð þeirra. Það þarf þjóð til að vernda og ala upp barn. Megi jólahátíðin færa öllum gleði, frið og góða samveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa það að leiðarljósi sem er börnum fyrir bestu. Samvera fjölskyldu, nánd og kærleikur er flestum það sem skiptir mestu máli. Aðventan er einnig sá tími sem margir nýta til samveru með börnum sínum, til að sækja saman ýmsa viðburði og taka þátt í menningu og listum.Mismunandi aðstæður barna Ekki eru öll börn svo heppin að geta notið aðventu og jóla. Mörg börn búa við þannig aðstæður að jólin eru jafnvel tími kvíða og vanlíðunar. Sum börn búa við ofbeldi á heimili og óttast að jólin verði ekki friðsöm, önnur búa við alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma í fjölskyldum sínum og óttast að heimilið verði heltekið yfir jólin. Svo eru börn sem búa við fátækt og horfa eins og litla stúlkan með eldspýturnar á allsnægtir annarra án þess að geta notið þeirra sjálf. Þau finna jafnvel til skammar. Mörg börn eiga fleiri en eina fjölskyldu og geta því ekki dvalist öll jólin á heimilum beggja fjölskyldna. Þau finna jafnvel fyrir átökum foreldra vegna samveru við þau, eða að þau fá jafnvel ekki að umgangast annað foreldri sitt um jólin. Sum börn hafa aldrei fengið að dvelja með öðru foreldri sínu á aðfangadagskvöldi og hafa þar af leiðandi ekki fengið að upplifa þann hátíðisdag með því foreldri og fjölskyldu þess. Þessi börn búa mörg við aðstæður þar sem foreldrar þeirra taka sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þeirra.Réttindi barna Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, nýta hæfileika sína, njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Þau eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína. Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Þau búa við vanrækslu. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn svo sem til að taka þátt í samfélagi lista og menningar og fá því jafnvel ekki að uppgötva eigin áhugasvið eða hæfileika. Börn sem ekki fá að rækta tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna eru svipt þeim grunnréttindum sínum.Jól allra? Aðfangadagur jóla hefur til þessa verið talinn einn hátíðlegasti dagur ársins á Íslandi og sá dagur sem flestir vilja eyða með þeim sem standa hjarta þeirra næst. Því miður er það svo að vegna erfiðra aðstæðna er sá dagur sá erfiðasti og kvíðvænlegasti hjá mörgum börnum. Ekki halda öll börn á Íslandi upp á jólin. Þau eiga þó sama rétt og önnur börn. Þar að auki eiga þau rétt á að njóta eigin menningar og að iðka eigin trú. Ekki má mismuna börnum að þessu leyti, ekki frekar en hvað varðar önnur réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Bernskan líður hratt, en atburðir og aðstæður bernskunnar geta haft afgerandi áhrif á líf barna til framtíðar. Ágæti lesandi, ef þú þekkir barn sem býr við óviðunandi aðstæður einhverra hluta vegna, þá getur þú brugðist við og stutt barnið. Þú getur verið til staðar fyrir barnið, þú getur stutt fjölskyldur fátækra barna með því að færa þeim það sem þær skortir eða boðið þeim á einhverja viðburði sem göfga líf þeirra. Þú getur líka stutt hjálparsamtök og þú getur haft samband við yfirvöld sem eiga að tryggja réttindi og vernd barna. Munum að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og hafa yfirleitt ekkert val um hvaða stöðu þau eru í. Tryggjum öllum börnum þau réttindi sem þeim ber og stöndum vörð um velferð þeirra. Það þarf þjóð til að vernda og ala upp barn. Megi jólahátíðin færa öllum gleði, frið og góða samveru.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun