Mútaði löggu með BMW X6 Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 15:22 BMW X6 jeppinn er eigulegur bíll. Fyrir nokkrum dögum stöðvaði lögreglumaður ökumann í Rúmeníu vegna gruns um ölvun og sá grunur reyndist á rökum reistur. Til þess að losna undan handtöku, sekt og ökuskírteinismissi reyndi hinn seki að múta lögreglumanninum með engu minna en heilum bíl og það ekki af verri gerðinni. Hann átti að fá BMW X6 bíl fyrir það eitt að sleppa honum. Lögreglumaðurinn var hinsvegar ekki ginkeyptur fyrir tilboð þess drukkna og nú sætir hann vænni sekt og 30 daga fangelsisvist. Við frekari rannsókn á þessum örláta en drykkfellda ökumanni kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er tekinn ölvaður undir stýri, en nú er hann ökuskírteinislaus. Hann er þó ef til vill einum BMW X6 ríkari og gæti fengið einhvern til að skutla sér á honum héðan í frá. Það að múta lögreglumönnum í Rúmeníu er vafalaust ekki óalgengt en kannski óalgengara að múta þeim með glæsikerrum. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Fyrir nokkrum dögum stöðvaði lögreglumaður ökumann í Rúmeníu vegna gruns um ölvun og sá grunur reyndist á rökum reistur. Til þess að losna undan handtöku, sekt og ökuskírteinismissi reyndi hinn seki að múta lögreglumanninum með engu minna en heilum bíl og það ekki af verri gerðinni. Hann átti að fá BMW X6 bíl fyrir það eitt að sleppa honum. Lögreglumaðurinn var hinsvegar ekki ginkeyptur fyrir tilboð þess drukkna og nú sætir hann vænni sekt og 30 daga fangelsisvist. Við frekari rannsókn á þessum örláta en drykkfellda ökumanni kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er tekinn ölvaður undir stýri, en nú er hann ökuskírteinislaus. Hann er þó ef til vill einum BMW X6 ríkari og gæti fengið einhvern til að skutla sér á honum héðan í frá. Það að múta lögreglumönnum í Rúmeníu er vafalaust ekki óalgengt en kannski óalgengara að múta þeim með glæsikerrum.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent