Fjarvera Will Smith í framhaldinu af Independence Day útskýrð Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2015 15:07 Jeff Goldblum mætir aftur í framhaldsmyndinni en ekki Will Smith. Vísir/Youtube Aðdáendur Independence Day-myndarinnar frá árinu 1996 tóku andköf í gær þegar kvikmyndaverið 20th Century Fox frumsýndi stikluna fyrir framhaldsmyndina Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Geimverurnar mæta aftur til jarðarinnar tvíefldar og bálillar eftir stríðið mikla árið 1996 í þessari mynd og mun reyna á alla kænsku jarðarbúa til að vinna bug á þessum óvini.Margir urðu þó vonsviknir að sjá ekki Will Smith í stiklunni sem Steve Hiller sem átti stóran þátt í því að vinna bug á innrásarher geimveranna árið 1996. Það hafði legið fyrir í töluverðan tíma að Will Smith hafði hafnað þátttöku í þessari mynd. Hann var í fyrstu áhugasamur um framhaldið en eftir að hafa leikið í kvikmyndinni After Earth, sem kom út árið 2013 og gekk afar illa, missti Smith áhugann á vísindaskáldskap. Miðað við hversu áberandi Steven Hiller var í fyrri myndinni var ljóst að ekki var hægt að leggja í framhald án þess að útskýra fjarveru hans.Sjá einnig: Geimverurnar mæta bálillar til baka í framhaldi Independence dayHafa framleiðendur myndarinnar sett í loftið heimasíðuna War of 1996 þar sem er farið yfir atburðina sem áttu sér stað á þeim tveimur áratugum sem liðu á milli fyrstu myndarinnar og framhaldsins sem er væntanlegt í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Á síðunni kemur fram að í nóvember árið 1997 var enduruppbyggingin komin vel á veg eftir stríðið mikla árið 1996. Búið var að yfirbuga flestar geimverurnar , fyrir utan lítinn andstöðuhóp á afskekktu svæði í Kongó.Mars árið 1998: Leiðtogar heimsins leggja til hliðar allar deilur og í framhaldinu er stofnuð stofnuð alþjóðleg varnarmálastofnun sem fylgist grannt með grunsamlegum ferðum í geimnum og undirbýr varnir jarðarinnar ef að til annarrar innrásar.Í ágúst árið 1999 nær mannkynið að innleiða varnarbúnað geimveranna í orustuþoturnar sínar. Í framhaldinu er smíðuð nokkurskonar tvinnþota sem sameinar kosti orustuþotu og loftför geimveranna. Og þá er komið að örlögum Stevens Hiller, sem Will Smith lék, en hann fórst í reynsluflugi á þessari nýju tvinnþotu í apríl árið 2007. Tvinnþotan var þó ekki eina tækniframförin sem mannkynið fékk frá geimverunum því samkvæmt því sem kemur fram á síðunni War of 1996 þá voru snjallsímarnir, drónar og líkamsskannar á flugvöllum fengnir frá geimverunum. Þeir sem eru hvað spenntastir fyrir frumsýningu myndarinnar geta því drepið tímann fram að frumsýningardeginum í júní á næsta ári inni á þessari síðu. Síðan verðum við mannfólkið einfaldlega að vona að geimverurnar séu ekki komnar með vírusvörn í þetta skiptið. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nýja stiklan fyrir Independence Day: Resurgence er stórkostleg Geimverurnar eru mættar aftur og þær virðast vera brjálaðar. 13. desember 2015 21:59 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aðdáendur Independence Day-myndarinnar frá árinu 1996 tóku andköf í gær þegar kvikmyndaverið 20th Century Fox frumsýndi stikluna fyrir framhaldsmyndina Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Geimverurnar mæta aftur til jarðarinnar tvíefldar og bálillar eftir stríðið mikla árið 1996 í þessari mynd og mun reyna á alla kænsku jarðarbúa til að vinna bug á þessum óvini.Margir urðu þó vonsviknir að sjá ekki Will Smith í stiklunni sem Steve Hiller sem átti stóran þátt í því að vinna bug á innrásarher geimveranna árið 1996. Það hafði legið fyrir í töluverðan tíma að Will Smith hafði hafnað þátttöku í þessari mynd. Hann var í fyrstu áhugasamur um framhaldið en eftir að hafa leikið í kvikmyndinni After Earth, sem kom út árið 2013 og gekk afar illa, missti Smith áhugann á vísindaskáldskap. Miðað við hversu áberandi Steven Hiller var í fyrri myndinni var ljóst að ekki var hægt að leggja í framhald án þess að útskýra fjarveru hans.Sjá einnig: Geimverurnar mæta bálillar til baka í framhaldi Independence dayHafa framleiðendur myndarinnar sett í loftið heimasíðuna War of 1996 þar sem er farið yfir atburðina sem áttu sér stað á þeim tveimur áratugum sem liðu á milli fyrstu myndarinnar og framhaldsins sem er væntanlegt í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Á síðunni kemur fram að í nóvember árið 1997 var enduruppbyggingin komin vel á veg eftir stríðið mikla árið 1996. Búið var að yfirbuga flestar geimverurnar , fyrir utan lítinn andstöðuhóp á afskekktu svæði í Kongó.Mars árið 1998: Leiðtogar heimsins leggja til hliðar allar deilur og í framhaldinu er stofnuð stofnuð alþjóðleg varnarmálastofnun sem fylgist grannt með grunsamlegum ferðum í geimnum og undirbýr varnir jarðarinnar ef að til annarrar innrásar.Í ágúst árið 1999 nær mannkynið að innleiða varnarbúnað geimveranna í orustuþoturnar sínar. Í framhaldinu er smíðuð nokkurskonar tvinnþota sem sameinar kosti orustuþotu og loftför geimveranna. Og þá er komið að örlögum Stevens Hiller, sem Will Smith lék, en hann fórst í reynsluflugi á þessari nýju tvinnþotu í apríl árið 2007. Tvinnþotan var þó ekki eina tækniframförin sem mannkynið fékk frá geimverunum því samkvæmt því sem kemur fram á síðunni War of 1996 þá voru snjallsímarnir, drónar og líkamsskannar á flugvöllum fengnir frá geimverunum. Þeir sem eru hvað spenntastir fyrir frumsýningu myndarinnar geta því drepið tímann fram að frumsýningardeginum í júní á næsta ári inni á þessari síðu. Síðan verðum við mannfólkið einfaldlega að vona að geimverurnar séu ekki komnar með vírusvörn í þetta skiptið.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nýja stiklan fyrir Independence Day: Resurgence er stórkostleg Geimverurnar eru mættar aftur og þær virðast vera brjálaðar. 13. desember 2015 21:59 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýja stiklan fyrir Independence Day: Resurgence er stórkostleg Geimverurnar eru mættar aftur og þær virðast vera brjálaðar. 13. desember 2015 21:59