Unnið eftir ósamþykktri áætlun Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2015 06:00 Samgönguáætlun fór til þings í lok maí á síðasta þingi en ekki náðist að samþykkja hana. Því er í raun engin samgönguáætlun í gildi. Meirihluti fjárlaganefndar vinnur samt sem áður eftir þeirri áætlun. Fréttablaðið/Vilhelm Í breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 400 milljónum verði varið aukalega í svokallaðan hafnabótasjóð til endurnýjunar og dýpkunar í löndunarhöfnum. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði umsjón með þessum verkþætti meirihlutans að sögn formanns fjárlagnefndar. Alls fara 103 milljónir í lagfæringar á höfninni í Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns, þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út skip til veiða. Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til hvert fjárveitingarnar fara. „Þarna erum við að vinna eftir þeirri samgönguáætlun sem var lögð fram af innanríkisráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll Jóhann. „Einnig er unnið í samráði við minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar sem telur brýnt að fara í framkvæmdir á höfnum landsins.“Páll Jóhann PálssonUmrædd samgönguáætlun var ekki samþykkt á síðasta þingi og féll á tíma. Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt hún hafi verið tilbúin síðastliðið sumar. Grindavíkurhöfn fær hæstu fjárveitinguna í þessari aukafjárveitingu, eða 103 milljónir. Siglufjarðarhöfn fær 80 milljónir króna. Hafnir í Sandgerði og í Þorlákshöfn fá rúmar 40 milljónir hvor til endurbóta. Samkvæmt lögum um hafnabótasjóð greiðir ríkið meirihluta kostnaðar við endurbætur á höfnunum en sveitarfélagið það sem upp á vantar.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, fulltrúi minnihlutans í fjárlaganefnd, undrast vinnulag meirihluta fjárlaganefndar. „Breytingatillögur meirihlutans vekja upp margar spurningar og ég hef verulegar efasemdir um vinnubrögðin svo ekki sé meira sagt. Við höfum alls konar verkferla við að útdeila almannafé til að gæta jafnræðis. Þetta eru safnliðir ráðuneyta, samkeppnissjóðir, sóknaráætlun landshluta og samgönguáætlun svo eitthvað sé nefnt og við eigum að setja fé í þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra ef einhverjir eru í stað þess að einstaka þingmenn taki að sér að deila út fé. Við vitum ekkert hvað liggur að baki mjög mörgum breytingatillögum og alveg óháð því hvort ég er sátt við verkefnin eða ekki þá er ekki hægt að sætta sig við þannig verklag.“ Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Í breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 400 milljónum verði varið aukalega í svokallaðan hafnabótasjóð til endurnýjunar og dýpkunar í löndunarhöfnum. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði umsjón með þessum verkþætti meirihlutans að sögn formanns fjárlagnefndar. Alls fara 103 milljónir í lagfæringar á höfninni í Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns, þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út skip til veiða. Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til hvert fjárveitingarnar fara. „Þarna erum við að vinna eftir þeirri samgönguáætlun sem var lögð fram af innanríkisráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll Jóhann. „Einnig er unnið í samráði við minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar sem telur brýnt að fara í framkvæmdir á höfnum landsins.“Páll Jóhann PálssonUmrædd samgönguáætlun var ekki samþykkt á síðasta þingi og féll á tíma. Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt hún hafi verið tilbúin síðastliðið sumar. Grindavíkurhöfn fær hæstu fjárveitinguna í þessari aukafjárveitingu, eða 103 milljónir. Siglufjarðarhöfn fær 80 milljónir króna. Hafnir í Sandgerði og í Þorlákshöfn fá rúmar 40 milljónir hvor til endurbóta. Samkvæmt lögum um hafnabótasjóð greiðir ríkið meirihluta kostnaðar við endurbætur á höfnunum en sveitarfélagið það sem upp á vantar.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, fulltrúi minnihlutans í fjárlaganefnd, undrast vinnulag meirihluta fjárlaganefndar. „Breytingatillögur meirihlutans vekja upp margar spurningar og ég hef verulegar efasemdir um vinnubrögðin svo ekki sé meira sagt. Við höfum alls konar verkferla við að útdeila almannafé til að gæta jafnræðis. Þetta eru safnliðir ráðuneyta, samkeppnissjóðir, sóknaráætlun landshluta og samgönguáætlun svo eitthvað sé nefnt og við eigum að setja fé í þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra ef einhverjir eru í stað þess að einstaka þingmenn taki að sér að deila út fé. Við vitum ekkert hvað liggur að baki mjög mörgum breytingatillögum og alveg óháð því hvort ég er sátt við verkefnin eða ekki þá er ekki hægt að sætta sig við þannig verklag.“
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira