Viðar: Viljum ekki kaupa einhverja mömmustráka Daníel Rúnarsson í Þorlákshöfn skrifar 11. desember 2015 21:42 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir/Anton Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. „Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. „Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. „Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? „Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér," segir Viðar. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. „Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. „Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. „Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? „Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér," segir Viðar. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15