Erlent

Ríkisstjórn Sýrlands helsti viðskiptavinur ISIS

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
ISIS hefur náð yfirráðum yfir fjölda olíulinda og græðir á tá og fingri á þeim.
ISIS hefur náð yfirráðum yfir fjölda olíulinda og græðir á tá og fingri á þeim. Vísir/Getty
Talið er að ISIS hafi í gegnum tíðina selt olíu fyrir um 60 milljarða íslenskra króna, um 500 milljónir dollara. Ríkisstjórn Sýrlands er stærsti viðskiptavinurinn.

Olíuviðskipti eru helsta fjármögnunarleið ISIS ásamt skattheimtu og fjárkúgun á landsvæði sínu. Samkvæmt upplýsingum frá embættismanni innan bandarískra fjármálaráðuneytisins hafa ISIS-liðar stolið um milljarði dollara eða um 120 milljarða íslenskra króna úr bönkum á landsvæði sínu.

Aðalviðskiptavinur ISIS er ríkisstjórn Bashir al-Assad Sýrlandsforseta sem skýtur nokkuð skökku við enda vilja samtökin steypa Assad af stóli.

„Ríkisstjórn Assad og ISIS eru að reyna að slátra hvort öðru en eiga samt í viðskiptum sín á milli upp á milljónir dollara,“ sagði Adam Szubin, embættismaður hjá bandaríska fjármálaráðuneytinu. Talið er að ISIS græði um 40 milljónir dollara á mánuði í gegnum olíuverslun sína.

Ólíkt flestum hryðjuverkasamtökum reiðir ISIS sig að litlu leyti á utanaðkomandi fjármögnun og er olíuverslun ein helsta tekjulind samtakanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×