Ford kynnir 13 nýja rafmagnsbíla til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2015 11:01 Spáð er að mest eftirspurn verði eftir Plug-In-Hybrid bílum á næstu árum. Automobilemag Flestir bílaframleiðendur keppast nú við að auka framboð sitt á bílgerðum sem knúnir eru að hluta eða að fullu með rafmagni. Ford ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og hyggst kynna 13 nýjar gerðir sem þetta á við áður en árið 2020 er liðið. Þá verða 40% af bílgerðum þeirra með slíka drifrás. Í þessu augnamiði ætlar Ford að fjárfesta fyrir 4,5 milljarða dollara, eða 585 milljarða króna, í þessari tækni fram að þessum tíma. Einn af þessum nýju bílum verður Ford Focus sem að öllu leiti verður drifinn áfram með rafmagni og kemur á markað á næsta ári. Hann á að komast 160 kílómetra á fullri hleðslu, en núverandi gerð bílsins kemst aðeins 120 kílómetra. Hlaða má rafhlöður nýja bílsins að 80% marki á aðeins 30 mínútum. Því er spáð að eftirspurn eftir Plug-In-Hybrid bílum muni aukast mest allra bíla á næstu árum og þar ætlar Ford að spila stórt hlutverk með miklu framboði. Spáð er að eftirspurn eftir þeim verði meiri en eftir bílum sem eingöngu eru drifnir áfram af rafmagni. Ford er stærsti seljandi í Bandaríkjunum á Plug-In-Hybrid bílum, sem og á bílum sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Vekur það athygli að Ford skuli selja meira en Tesla þarlendis af rafmagnsbílum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Flestir bílaframleiðendur keppast nú við að auka framboð sitt á bílgerðum sem knúnir eru að hluta eða að fullu með rafmagni. Ford ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og hyggst kynna 13 nýjar gerðir sem þetta á við áður en árið 2020 er liðið. Þá verða 40% af bílgerðum þeirra með slíka drifrás. Í þessu augnamiði ætlar Ford að fjárfesta fyrir 4,5 milljarða dollara, eða 585 milljarða króna, í þessari tækni fram að þessum tíma. Einn af þessum nýju bílum verður Ford Focus sem að öllu leiti verður drifinn áfram með rafmagni og kemur á markað á næsta ári. Hann á að komast 160 kílómetra á fullri hleðslu, en núverandi gerð bílsins kemst aðeins 120 kílómetra. Hlaða má rafhlöður nýja bílsins að 80% marki á aðeins 30 mínútum. Því er spáð að eftirspurn eftir Plug-In-Hybrid bílum muni aukast mest allra bíla á næstu árum og þar ætlar Ford að spila stórt hlutverk með miklu framboði. Spáð er að eftirspurn eftir þeim verði meiri en eftir bílum sem eingöngu eru drifnir áfram af rafmagni. Ford er stærsti seljandi í Bandaríkjunum á Plug-In-Hybrid bílum, sem og á bílum sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Vekur það athygli að Ford skuli selja meira en Tesla þarlendis af rafmagnsbílum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira