Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2015 09:31 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar næst að greiða atkvæði með því að öryrkjar og aldraðir fái afturvirkar hækkanir á bótum en í vikunni greiddi hann atkvæði gegn breytingatillögu minnihlutans á Alþingi við fjáraukalög sem hefðu hækkað bæturnar afturvirkt. Tillaga minnihlutans um sama efni við fjárlagafrumvarp næsta árs liggur fyrir þinginu. Á Facebook-síðu sinni í gær greindi Ásmundur frá því að hann hefði gert mistök með því að greiða atkvæði gegn tillögunni í vikunni, og hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi krafa er bara svo rík að við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu og ég segi bara að ég var ekki á tánum. Ég var ekki með allar upplýsingarnar fyrir framan mig til að geta staðið upp og gert grein fyrir atkvæði mínu og það hafa örugglega verið fleiri því svo um kvöldið fengum allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ýmsar upplýsingar um stöðuna,“ segir Ásmundur sem segist hafa sent svarpóst á alla þingmenn þar sem hann sagði að það væri of seint að senda slökkviliðið á vettvang þegar húsið væri brunnið. Ásmundur segist hafa verið mikill baráttumaður fyrir aldraða og öryrkja en nú sé hann málaður upp sem vondi kallinn. „Mér líður illa með þetta, ég bara viðurkenni það.“ Hann segir að það eigi að leita leiða til að taka eitthvað af þeirri hækkun bóta sem koma á til framkvæmda þann 1. janúar og færa til 1. júní. „Þá kæmi einhver hækkun svipuð hækkun og var í samningunum þá og svo kæmi restin af þessum 9,7 prósentum til framkvæmda núna. Ég gæti trúað því að þetta gæti kostað svona 2,5 til 3 milljarða en svo kæmi einhverjar 800 milljónir til baka í formi skatta.“ Hlusta má á viðtalið við Ásmund í spilaranum hér að ofan.Að gera betur.Það hefur tekist á í höfðinu á mér af hverju ég var ekki betur undirbúin í umræðuna um bætur...Posted by Ásmundur Friðriksson on Thursday, 10 December 2015 Alþingi Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar næst að greiða atkvæði með því að öryrkjar og aldraðir fái afturvirkar hækkanir á bótum en í vikunni greiddi hann atkvæði gegn breytingatillögu minnihlutans á Alþingi við fjáraukalög sem hefðu hækkað bæturnar afturvirkt. Tillaga minnihlutans um sama efni við fjárlagafrumvarp næsta árs liggur fyrir þinginu. Á Facebook-síðu sinni í gær greindi Ásmundur frá því að hann hefði gert mistök með því að greiða atkvæði gegn tillögunni í vikunni, og hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi krafa er bara svo rík að við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu og ég segi bara að ég var ekki á tánum. Ég var ekki með allar upplýsingarnar fyrir framan mig til að geta staðið upp og gert grein fyrir atkvæði mínu og það hafa örugglega verið fleiri því svo um kvöldið fengum allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ýmsar upplýsingar um stöðuna,“ segir Ásmundur sem segist hafa sent svarpóst á alla þingmenn þar sem hann sagði að það væri of seint að senda slökkviliðið á vettvang þegar húsið væri brunnið. Ásmundur segist hafa verið mikill baráttumaður fyrir aldraða og öryrkja en nú sé hann málaður upp sem vondi kallinn. „Mér líður illa með þetta, ég bara viðurkenni það.“ Hann segir að það eigi að leita leiða til að taka eitthvað af þeirri hækkun bóta sem koma á til framkvæmda þann 1. janúar og færa til 1. júní. „Þá kæmi einhver hækkun svipuð hækkun og var í samningunum þá og svo kæmi restin af þessum 9,7 prósentum til framkvæmda núna. Ég gæti trúað því að þetta gæti kostað svona 2,5 til 3 milljarða en svo kæmi einhverjar 800 milljónir til baka í formi skatta.“ Hlusta má á viðtalið við Ásmund í spilaranum hér að ofan.Að gera betur.Það hefur tekist á í höfðinu á mér af hverju ég var ekki betur undirbúin í umræðuna um bætur...Posted by Ásmundur Friðriksson on Thursday, 10 December 2015
Alþingi Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47