Erlent

Írakskir bræður handteknir í Finnlandi vegna gruns um hryðjuverk

Atli ísleifsson skrifar
Mennirnir eru báðir 23 ára að aldri og verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim í héraðsdómi í Tampere á morgun.
Mennirnir eru báðir 23 ára að aldri og verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim í héraðsdómi í Tampere á morgun. Vísir/Getty
Tveir írakskir bræður voru handteknir í Finnlandi á þriðjudag vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi og morð á ellefu mönnum.

Mennirnir eru báðir 23 ára að aldri og verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim í héraðsdómi í Tampere á morgun.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa starfað sem vígamenn innan ISIS-samtakanna, en þeir komu til Finnlands í september síðastliðinn.

Í frétt YLE segir að meint brot mannanna hafi verið framin í Írak í júní 2014 í tengslum við að ISIS-liðar náðu valdi á herstöð nærri borginni Tikrit. Þeir eru grunaðir um að hafa skotið ellefu óvopnaða menn til bana.

ISIS lét framleiða áróðursmyndband af atburðinum.

YLE hefur eftir lögreglu að ekki sé talið að svo stöddu að bræðurnir hafi ætlað sér að fremja hryðjuverkaárás í Finnlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×