„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 11:47 Helgi Hjörvar, Eygló Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon vísir Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að hækka ekki ellilífeyris-og örorkubætur afturvirkt, en því var hafnað í atkvæðagreiðslu á þingi í vikunni. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Helgi Hjörvar ráðherrann hvort hún hefði ekki barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að slík hækkun næði fram að ganga. „Og ég spyr ráðherrann hvort hún hafi ekki von um það að þessi breyting náist fram hér fyrir þriðju umræðu fjárlaga? Eða eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni sem er að berjast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli?“ Þá bað Helgi ráðherrann um að hætta að rífast við Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið um kjör þessara hópa þar sem þeir þekki kjör sín best.Bætur hækki um 9,7 prósent á næsta ári „Prósentur segja lítið í því samhengi. Lífeyrisþegar hafa fengið liðlega 5000 króna hækkun á þessu ári. Við alþingismenn höfum fengið 60 þúsund, ráðherrar yfir 100 þúsund.“ Helgi sagði slíkan samanburð þó aukaatriði enda væri kjarni málsins sá að aldraðir og öryrkjar fái sömu meðferð og allir aðrir í landinu, frá sama tíma og sama hætti. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, svaraði því til að bætur myndu hækka um 9,7 prósent á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýði að bætur einstaklings sem býr einn verði ívið hærri en lágmarkslaun.„Hörmuleg svör“ Hún fór síðan yfir það hvernig sú hækkun hefði verið reiknuð en þar var bæði tekið mið af þjóðhagsspá og hækkun á meðaltöxtum þessa árs og næsta. Þá sagði Eygló bætur hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar næstkomandi en inn í þeirri tölu væru 3,9 milljarðar sem væri afturvirk hækkun vegna launaþróunar á árinu. Þingmennirnir gáfu ekki mikið fyrir svör fyrir ráðherrans og kallaði Steingrímur þau „hörmuleg.“ Prósentuhækkanir bóta á þessu ári og því síðasta hefðu fjarri því veitt elli-og örorkulífeyrisþegum sömu hækkanir og aðrir í landinu. „Svona rugl um milljarðasamlagningar sem horfir ekki til magnaukningar í kerfinu, fjölgunar elli-og örorkulífeyrisþega og slíkra hluta, eða prósentuþvæla, breytir ekki veruleika þessa máls. Ríkisstjórnin og hennar lið ætlar að skilja þennan eina hóp eftir, þennan eina hóp, hann á ekki að fá neinar kjarabætur á þessu ári. Það er veruleikinn. Það er þá helst að það eigi að leika námsmenn í landinu svipað grátt.“ Alþingi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að hækka ekki ellilífeyris-og örorkubætur afturvirkt, en því var hafnað í atkvæðagreiðslu á þingi í vikunni. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Helgi Hjörvar ráðherrann hvort hún hefði ekki barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að slík hækkun næði fram að ganga. „Og ég spyr ráðherrann hvort hún hafi ekki von um það að þessi breyting náist fram hér fyrir þriðju umræðu fjárlaga? Eða eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni sem er að berjast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli?“ Þá bað Helgi ráðherrann um að hætta að rífast við Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið um kjör þessara hópa þar sem þeir þekki kjör sín best.Bætur hækki um 9,7 prósent á næsta ári „Prósentur segja lítið í því samhengi. Lífeyrisþegar hafa fengið liðlega 5000 króna hækkun á þessu ári. Við alþingismenn höfum fengið 60 þúsund, ráðherrar yfir 100 þúsund.“ Helgi sagði slíkan samanburð þó aukaatriði enda væri kjarni málsins sá að aldraðir og öryrkjar fái sömu meðferð og allir aðrir í landinu, frá sama tíma og sama hætti. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, svaraði því til að bætur myndu hækka um 9,7 prósent á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýði að bætur einstaklings sem býr einn verði ívið hærri en lágmarkslaun.„Hörmuleg svör“ Hún fór síðan yfir það hvernig sú hækkun hefði verið reiknuð en þar var bæði tekið mið af þjóðhagsspá og hækkun á meðaltöxtum þessa árs og næsta. Þá sagði Eygló bætur hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar næstkomandi en inn í þeirri tölu væru 3,9 milljarðar sem væri afturvirk hækkun vegna launaþróunar á árinu. Þingmennirnir gáfu ekki mikið fyrir svör fyrir ráðherrans og kallaði Steingrímur þau „hörmuleg.“ Prósentuhækkanir bóta á þessu ári og því síðasta hefðu fjarri því veitt elli-og örorkulífeyrisþegum sömu hækkanir og aðrir í landinu. „Svona rugl um milljarðasamlagningar sem horfir ekki til magnaukningar í kerfinu, fjölgunar elli-og örorkulífeyrisþega og slíkra hluta, eða prósentuþvæla, breytir ekki veruleika þessa máls. Ríkisstjórnin og hennar lið ætlar að skilja þennan eina hóp eftir, þennan eina hóp, hann á ekki að fá neinar kjarabætur á þessu ári. Það er veruleikinn. Það er þá helst að það eigi að leika námsmenn í landinu svipað grátt.“
Alþingi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira