Nýtt rúgbrauð sýnt í janúar Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 10:15 Nýja Volkswagen rúgbrauðið. worldcarfans Volkswagen mun sýna nýjan bíl á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas þann 5. janúar. Næsta víst þykir að þessi bíll sé nýtt rúgbrauð með rafmagnsdrifrás, en Volkswagen hefur sagt að sá bíll verði til sýnis á bílasýningunni í Genf í mars. Nýja rúgbrauðið í rafmagnsútfærslu á að komast 400 til 500 kílómetra á hverri hleðslu. Hann mun þó einnig fást með bensín- og dísilvélum og allar þeirra eiga það sameiginlegt að vera fjögurra strokka. Bíllinn verður byggður á MQB undirvagninum sem er undir fjöldamörgum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Sagt er að nýtt rúgbrauð sé minni bíll en Multivan og að útlit hans sé í “Retro”-stíl, enda hvernig mætti annað vera ef hann á að vera arftaki gamla rúgbrauðsins. Hann á að verða framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó og búist er við því að hann komi á markað árið 2017. Gamla rúgbrauðið. Nú dæmi hver fyrir sig hvort það er fallegra en það nýja. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Volkswagen mun sýna nýjan bíl á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas þann 5. janúar. Næsta víst þykir að þessi bíll sé nýtt rúgbrauð með rafmagnsdrifrás, en Volkswagen hefur sagt að sá bíll verði til sýnis á bílasýningunni í Genf í mars. Nýja rúgbrauðið í rafmagnsútfærslu á að komast 400 til 500 kílómetra á hverri hleðslu. Hann mun þó einnig fást með bensín- og dísilvélum og allar þeirra eiga það sameiginlegt að vera fjögurra strokka. Bíllinn verður byggður á MQB undirvagninum sem er undir fjöldamörgum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Sagt er að nýtt rúgbrauð sé minni bíll en Multivan og að útlit hans sé í “Retro”-stíl, enda hvernig mætti annað vera ef hann á að vera arftaki gamla rúgbrauðsins. Hann á að verða framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó og búist er við því að hann komi á markað árið 2017. Gamla rúgbrauðið. Nú dæmi hver fyrir sig hvort það er fallegra en það nýja.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira