Kobe Bryant fékk heldur betur skemmtilega kveðju er hann spilaði sinn síðasta leik í Charlotte.
Áður en Kobe var kynntur til leiks var varpað á skjáinn í húsinu myndband þar sem hann fékk kveðju frá sjálfum Michael Jordan.
„Til hamingju með ótrúlegan feril. Þú hefur gert mikið fyrir bæði íþróttina og NBA-deildina. Ég er mikill aðdáandi og hef alltaf elskað að horfa á þig spila. Ég verð alltaf til staðar ef þig vantar eitthvað,“ sagði Jordan meðal annars í kveðjunni sem má sjá hér að ofan.
Það leyndi sér ekki að Kobe þótti vænt um kveðjuna enda brosti hann allan hringinn eftir hana. Fólkið í húsinu tók svo vel á móti honum.
Jordan sendi Kobe skemmtilega kveðju
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti