Af íþróttaafrekum kvenna og karla Dóra Magnúsdóttir skrifar 29. desember 2015 07:00 Tilkynnt verður um Íþróttamann ársins, sem valinn er af Samtökum íþróttafréttamanna, þann 30. desember nk. Kjörið hefur vakið athygli á undanförnum árum vegna gríðarlegs kynjahalla. Þannig hefur umræðan um ójafnréttið skyggt á glæsileg afrek þess íþróttafólks sem hlotið hefur verðlaunin. Frá árinu 1956 hafa 4 konur verið sæmdar þessari heiðursnafnbót en 55 karlar. Óvíða er ójafnréttið meira en í íþróttum. Glöggir femínistar hafa kortlagt umfjöllun á íþróttafréttasíðum dagblaðanna á árinu og komist að því að umfjöllun um afrek kvenna er á bilinu 0-10%. Í fréttabréfi íþróttafélags barnanna minna, þar sem dóttir mín og sonur æfa sínar íþróttir, mátti sjá 23 myndir tengdar greinum af strákastarfinu, 5 myndir af stelpum og 10 myndir voru kynhlutlausar. Fréttnæmt þótti á árinu að drengjalið fékk stóran bikar en stúlkur lítinn bikar á ónefndu íþróttamóti; sama mót, sami aldur og sama íþrótt. Um mistök var að ræða en einhverra hluta vegna fór þetta ekki á hinn veginn; að drengirnir fengu óvart litla bikarinn. Meira er lagt í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal drengja (s.s. fótbolta) og minna í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal stúlkna (s.s. fimleika). Meira fé er varið í íþróttastarf karla, þeir hafa meiri möguleika á að starfa sem atvinnumenn í íþróttum og ungar stúlkur hætta fyrr að stunda íþróttir. Og svo framvegis. ÍTR skoraði nýlega á samtökin að velja bæði íþróttamann og íþróttakonu ársins og auka þannig sýnileika kvenna í íþróttum: „Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur vill skora á Samtök íþróttafréttamanna, sem standa árlega að vali Íþróttamanns Íslands, að breyta núverandi fyrirkomulagi þannig að bæði verði fyrir valinu Íþróttamaður og Íþróttakona Íslands. Fyrirmyndir hvetja ungt fólk til frekari dáða og því mikilvægt að bæði kynin séu sýnileg börnum og ungmennum.“ Ef samtökin taka þetta mikilvæga skref mun umræðan um verðlaunin hætta að litast af því hvort karl fái verðlaunin í 56. sinn eða kona í 5. sinn. Verðlaunin eiga að snúast um afrekin sjálf og þau eru unnin af bæði körlum og konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Tilkynnt verður um Íþróttamann ársins, sem valinn er af Samtökum íþróttafréttamanna, þann 30. desember nk. Kjörið hefur vakið athygli á undanförnum árum vegna gríðarlegs kynjahalla. Þannig hefur umræðan um ójafnréttið skyggt á glæsileg afrek þess íþróttafólks sem hlotið hefur verðlaunin. Frá árinu 1956 hafa 4 konur verið sæmdar þessari heiðursnafnbót en 55 karlar. Óvíða er ójafnréttið meira en í íþróttum. Glöggir femínistar hafa kortlagt umfjöllun á íþróttafréttasíðum dagblaðanna á árinu og komist að því að umfjöllun um afrek kvenna er á bilinu 0-10%. Í fréttabréfi íþróttafélags barnanna minna, þar sem dóttir mín og sonur æfa sínar íþróttir, mátti sjá 23 myndir tengdar greinum af strákastarfinu, 5 myndir af stelpum og 10 myndir voru kynhlutlausar. Fréttnæmt þótti á árinu að drengjalið fékk stóran bikar en stúlkur lítinn bikar á ónefndu íþróttamóti; sama mót, sami aldur og sama íþrótt. Um mistök var að ræða en einhverra hluta vegna fór þetta ekki á hinn veginn; að drengirnir fengu óvart litla bikarinn. Meira er lagt í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal drengja (s.s. fótbolta) og minna í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal stúlkna (s.s. fimleika). Meira fé er varið í íþróttastarf karla, þeir hafa meiri möguleika á að starfa sem atvinnumenn í íþróttum og ungar stúlkur hætta fyrr að stunda íþróttir. Og svo framvegis. ÍTR skoraði nýlega á samtökin að velja bæði íþróttamann og íþróttakonu ársins og auka þannig sýnileika kvenna í íþróttum: „Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur vill skora á Samtök íþróttafréttamanna, sem standa árlega að vali Íþróttamanns Íslands, að breyta núverandi fyrirkomulagi þannig að bæði verði fyrir valinu Íþróttamaður og Íþróttakona Íslands. Fyrirmyndir hvetja ungt fólk til frekari dáða og því mikilvægt að bæði kynin séu sýnileg börnum og ungmennum.“ Ef samtökin taka þetta mikilvæga skref mun umræðan um verðlaunin hætta að litast af því hvort karl fái verðlaunin í 56. sinn eða kona í 5. sinn. Verðlaunin eiga að snúast um afrekin sjálf og þau eru unnin af bæði körlum og konum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun