Þriggja daga bílabann í Mílanó Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 13:29 Kona verst mengun í Mílanó. Yfirvöld í Mílanóborg á Ítalíu hafa tilkynnt um bann við akstri bíla í 3 daga samfellt, frá og með deginum í dag og fram á miðvikudag. Bannið miðast við frá kl. 10 til 16. Þetta er gert til að minnka mengun í borginni sem er komin á alvarlegt stig. Mílanó er ekki eina ítalska borgin þar sem umferð bíla er takmörkuð nú, því að í dag er bílum í Róm með skráningarnúmerum sem enda á oddtölu bannað að fara um borgina og á morgun kemur svo að bílum með slétta tölu. Íbúum í Róm er einnig bent á að stilla ekki miðstöðvar í húsum sínum hærra en að 18 gráðum, allt til að minnka mengun. Í San Vitaliano, litlum bæ í nágrenni Napólí er bannað að elda pizzur í viðarofnum nema ef notaðar eru þar til gerðar síur sem sjúga í sig mestan reykinn sem af hlýst. Þeir sem ekki hlíða þessu banni eiga yfir höfði sér um 150.000 króna sekt. Í Lucca í Toskana héraði er bannað að kveikja upp í viðarörnum, sem og að kveikja í við á útisvæðum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent
Yfirvöld í Mílanóborg á Ítalíu hafa tilkynnt um bann við akstri bíla í 3 daga samfellt, frá og með deginum í dag og fram á miðvikudag. Bannið miðast við frá kl. 10 til 16. Þetta er gert til að minnka mengun í borginni sem er komin á alvarlegt stig. Mílanó er ekki eina ítalska borgin þar sem umferð bíla er takmörkuð nú, því að í dag er bílum í Róm með skráningarnúmerum sem enda á oddtölu bannað að fara um borgina og á morgun kemur svo að bílum með slétta tölu. Íbúum í Róm er einnig bent á að stilla ekki miðstöðvar í húsum sínum hærra en að 18 gráðum, allt til að minnka mengun. Í San Vitaliano, litlum bæ í nágrenni Napólí er bannað að elda pizzur í viðarofnum nema ef notaðar eru þar til gerðar síur sem sjúga í sig mestan reykinn sem af hlýst. Þeir sem ekki hlíða þessu banni eiga yfir höfði sér um 150.000 króna sekt. Í Lucca í Toskana héraði er bannað að kveikja upp í viðarörnum, sem og að kveikja í við á útisvæðum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent