Þriggja daga bílabann í Mílanó Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 13:29 Kona verst mengun í Mílanó. Yfirvöld í Mílanóborg á Ítalíu hafa tilkynnt um bann við akstri bíla í 3 daga samfellt, frá og með deginum í dag og fram á miðvikudag. Bannið miðast við frá kl. 10 til 16. Þetta er gert til að minnka mengun í borginni sem er komin á alvarlegt stig. Mílanó er ekki eina ítalska borgin þar sem umferð bíla er takmörkuð nú, því að í dag er bílum í Róm með skráningarnúmerum sem enda á oddtölu bannað að fara um borgina og á morgun kemur svo að bílum með slétta tölu. Íbúum í Róm er einnig bent á að stilla ekki miðstöðvar í húsum sínum hærra en að 18 gráðum, allt til að minnka mengun. Í San Vitaliano, litlum bæ í nágrenni Napólí er bannað að elda pizzur í viðarofnum nema ef notaðar eru þar til gerðar síur sem sjúga í sig mestan reykinn sem af hlýst. Þeir sem ekki hlíða þessu banni eiga yfir höfði sér um 150.000 króna sekt. Í Lucca í Toskana héraði er bannað að kveikja upp í viðarörnum, sem og að kveikja í við á útisvæðum. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
Yfirvöld í Mílanóborg á Ítalíu hafa tilkynnt um bann við akstri bíla í 3 daga samfellt, frá og með deginum í dag og fram á miðvikudag. Bannið miðast við frá kl. 10 til 16. Þetta er gert til að minnka mengun í borginni sem er komin á alvarlegt stig. Mílanó er ekki eina ítalska borgin þar sem umferð bíla er takmörkuð nú, því að í dag er bílum í Róm með skráningarnúmerum sem enda á oddtölu bannað að fara um borgina og á morgun kemur svo að bílum með slétta tölu. Íbúum í Róm er einnig bent á að stilla ekki miðstöðvar í húsum sínum hærra en að 18 gráðum, allt til að minnka mengun. Í San Vitaliano, litlum bæ í nágrenni Napólí er bannað að elda pizzur í viðarofnum nema ef notaðar eru þar til gerðar síur sem sjúga í sig mestan reykinn sem af hlýst. Þeir sem ekki hlíða þessu banni eiga yfir höfði sér um 150.000 króna sekt. Í Lucca í Toskana héraði er bannað að kveikja upp í viðarörnum, sem og að kveikja í við á útisvæðum.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent