Þættirnir Körfuboltakvöld hafa vakið mikla lukku, en þeir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport eftir hverja einustu umferð í Dominos-deild karla.
Einn liður í þættinum er Framlenging, en þá er gripið til framlengingar í lok hvers þáttar. Þá eru fimm umræðuefni rædd á fimm mínútum og er oft mikill hiti meðal spekinganna sem fara vel yfir málin ásamt þáttarstjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni.
Dominos-deildirnar er í jólafríi þessar vikurnar og því hefur Garðar Örn Arnarson, pródúsent þáttanna, tekið það besta úr þáttunum sem fóru fram fyrir áramót og sett saman í eina klippu sem má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.
Sjón er sögu ríkari.
Það besta úr Framlengingunni: "Þið lítið út eins og fífl"
Fleiri fréttir
