Körfubolti

Cleveland steinlá fyrir Portland

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron átti erfitt uppdráttar í nótt.
LeBron átti erfitt uppdráttar í nótt. vísir/getty
Cleveland Cavaliers steinlá í NBA-körfuboltanum í nótt, en þeir töpuðu þá með 29 stiga mun gegn Portland Trail Blazers á útivelli. LeBron James gerði einungis tólf stig.

Portland gaf tóninn í fyrsta leikhluta, en þeir unnu hann með 22 stiga mun; 34-12. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur og staðan var meðal annars 63-34 í hálfleik. Lokatölur eins og fyrr segir 105-76.

Allen Crabbe gerði 26 stig fyrir Portland, en Kevin Love var stigahæstur hjá Cleveland með þrettán stig. Þetta var annar tapleikur Cleveland í röð sem eru þó enn efstir í austurdeildinni, en Portland er með 37,5% sigurhlutfall í fyrstu 32 leikjunum (tólf sigurleikir og tuttugu töp).

Philadelphia 76ers unnu sinn annan leik af 32 í nótt þegar liðið vann sjö stiga sigur á Phoenix Suns á útivelli, 111-104. Staðan var 51-45, Philadelpiu í vil í hálfleik sem hélt forystunni í síðari hálfleik þrátt fyrir áhlaup heimamanna.

Isaiah Canaan var stigahæstur Philadelpiu með 22 stig, en Brandon Knight gerði 21 stig fyrir Phoenix. Vandræðalegt fyrir Phoenix sem er með 37,5% sigurhlutfall á meðan Philadelphia er með 6,3% (2 sigurleikur af 32).

Öll úrslit næturinnar:

Washington - Brooklyn 111-96

Toronto - MIlwaukee 111-90

Houston - new Orleans 108-110

Miami - Orlando 108-101

Memphis - Charlotte 92-98

New York - Atlanta 98-117

Boston - Detroit 99-93

Indiana - Minnesota 102-88

Chicago - Dallas 111-118

Denver - San Antonio 86-101

Philadelphia - Phoenix 111-104

LA Clippers - Utah 109-104

Cleveland - Portland 76-105

Topp-10 næturinnar: Andre Drummond með fínan leik í nótt: Harden gegn Eric Gordon:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×