Jólagjafir bankanna: Bluetooth-hátalarar, peningar og úlpur sem sumir reyndu að selja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. desember 2015 14:16 Fjárfesting bankanna í nýsköpun nemur milljörðum. Vísir/Vilhelm Starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu enga jólabónusa í ár en þó fínustu jólagjafir. Þá gat starfsfólk Símans valið á milli góðra kosta og starfsfólk Samherja í landvinnslu fékk 250 þúsund krónur í jólabónus. Vísir greindi frá því í desember að stóru bankarnir þrír myndu ekki greiða út neinn jólabónus þetta árið. Starfsfólk Íslandsbanka fékk þó 45 þúsund krónur í jólagjöf og Bose-bluetooth hátalara. Starfsfólk Arion-banka fékk Ingþórs-úlpu í jólagjöf. Einhverjir starfsmenn bankans virðast þó hafa átt góða úlpu fyrir þar sem eitthvað bar á því að úlpurnar voru auglýstar til endursölu á Bland. Í Landsbankanum voru starfsmenn gladdir með bluetooth-hátölurunum og veglegri gjafakörfu þar sem mátti finna skinku, lax, súkkulaði og fleira góðgæti. Ingþórs-úlpan sem starfsmenn Arion-banka fengu að gjöf. Dýrari jólagjöf hjá Samherja en HB Granda Starfsfólk Símans gat valið úr gjöfum og kom meðal annars til greina miði á tónlistarhátíðina Sonar og 35 þúsund króna inneign í 66°Norður. Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. Starfsmenn hjá HB Granda fengu 35 þúsund krónur auk þess sem starfsmenn fóru meðal annars saman á jólatónleika Siggu Beinteins.Sjá einnig:HB Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur Starfsmenn Landspítalans, stærstu starfstöðvar landsins, fengu gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Þá fengu liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands matarkörfu í jólagjöf. Morgunblaðið gaf sínu starfsfólki fimmtán þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Vefpressunnar sem rekur meðal annars DV fengu 40 þúsund króna gjafabréf hjá Kosti. Þá fékk starfsfólk RÚV gjafakörfu úr Ostabúðinni. Starfsfólk 365 fékk tíu þúsund króna gjafabréf í jólagjöf.UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að starfsmenn Arion-banka hefðu fengið Eyþórs-úlpu. Hún er helmingi ódýrari en Ingþórs-úlpan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu enga jólabónusa í ár en þó fínustu jólagjafir. Þá gat starfsfólk Símans valið á milli góðra kosta og starfsfólk Samherja í landvinnslu fékk 250 þúsund krónur í jólabónus. Vísir greindi frá því í desember að stóru bankarnir þrír myndu ekki greiða út neinn jólabónus þetta árið. Starfsfólk Íslandsbanka fékk þó 45 þúsund krónur í jólagjöf og Bose-bluetooth hátalara. Starfsfólk Arion-banka fékk Ingþórs-úlpu í jólagjöf. Einhverjir starfsmenn bankans virðast þó hafa átt góða úlpu fyrir þar sem eitthvað bar á því að úlpurnar voru auglýstar til endursölu á Bland. Í Landsbankanum voru starfsmenn gladdir með bluetooth-hátölurunum og veglegri gjafakörfu þar sem mátti finna skinku, lax, súkkulaði og fleira góðgæti. Ingþórs-úlpan sem starfsmenn Arion-banka fengu að gjöf. Dýrari jólagjöf hjá Samherja en HB Granda Starfsfólk Símans gat valið úr gjöfum og kom meðal annars til greina miði á tónlistarhátíðina Sonar og 35 þúsund króna inneign í 66°Norður. Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. Starfsmenn hjá HB Granda fengu 35 þúsund krónur auk þess sem starfsmenn fóru meðal annars saman á jólatónleika Siggu Beinteins.Sjá einnig:HB Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur Starfsmenn Landspítalans, stærstu starfstöðvar landsins, fengu gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Þá fengu liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands matarkörfu í jólagjöf. Morgunblaðið gaf sínu starfsfólki fimmtán þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Vefpressunnar sem rekur meðal annars DV fengu 40 þúsund króna gjafabréf hjá Kosti. Þá fékk starfsfólk RÚV gjafakörfu úr Ostabúðinni. Starfsfólk 365 fékk tíu þúsund króna gjafabréf í jólagjöf.UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að starfsmenn Arion-banka hefðu fengið Eyþórs-úlpu. Hún er helmingi ódýrari en Ingþórs-úlpan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00