Jólagjafir bankanna: Bluetooth-hátalarar, peningar og úlpur sem sumir reyndu að selja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. desember 2015 14:16 Fjárfesting bankanna í nýsköpun nemur milljörðum. Vísir/Vilhelm Starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu enga jólabónusa í ár en þó fínustu jólagjafir. Þá gat starfsfólk Símans valið á milli góðra kosta og starfsfólk Samherja í landvinnslu fékk 250 þúsund krónur í jólabónus. Vísir greindi frá því í desember að stóru bankarnir þrír myndu ekki greiða út neinn jólabónus þetta árið. Starfsfólk Íslandsbanka fékk þó 45 þúsund krónur í jólagjöf og Bose-bluetooth hátalara. Starfsfólk Arion-banka fékk Ingþórs-úlpu í jólagjöf. Einhverjir starfsmenn bankans virðast þó hafa átt góða úlpu fyrir þar sem eitthvað bar á því að úlpurnar voru auglýstar til endursölu á Bland. Í Landsbankanum voru starfsmenn gladdir með bluetooth-hátölurunum og veglegri gjafakörfu þar sem mátti finna skinku, lax, súkkulaði og fleira góðgæti. Ingþórs-úlpan sem starfsmenn Arion-banka fengu að gjöf. Dýrari jólagjöf hjá Samherja en HB Granda Starfsfólk Símans gat valið úr gjöfum og kom meðal annars til greina miði á tónlistarhátíðina Sonar og 35 þúsund króna inneign í 66°Norður. Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. Starfsmenn hjá HB Granda fengu 35 þúsund krónur auk þess sem starfsmenn fóru meðal annars saman á jólatónleika Siggu Beinteins.Sjá einnig:HB Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur Starfsmenn Landspítalans, stærstu starfstöðvar landsins, fengu gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Þá fengu liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands matarkörfu í jólagjöf. Morgunblaðið gaf sínu starfsfólki fimmtán þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Vefpressunnar sem rekur meðal annars DV fengu 40 þúsund króna gjafabréf hjá Kosti. Þá fékk starfsfólk RÚV gjafakörfu úr Ostabúðinni. Starfsfólk 365 fékk tíu þúsund króna gjafabréf í jólagjöf.UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að starfsmenn Arion-banka hefðu fengið Eyþórs-úlpu. Hún er helmingi ódýrari en Ingþórs-úlpan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu enga jólabónusa í ár en þó fínustu jólagjafir. Þá gat starfsfólk Símans valið á milli góðra kosta og starfsfólk Samherja í landvinnslu fékk 250 þúsund krónur í jólabónus. Vísir greindi frá því í desember að stóru bankarnir þrír myndu ekki greiða út neinn jólabónus þetta árið. Starfsfólk Íslandsbanka fékk þó 45 þúsund krónur í jólagjöf og Bose-bluetooth hátalara. Starfsfólk Arion-banka fékk Ingþórs-úlpu í jólagjöf. Einhverjir starfsmenn bankans virðast þó hafa átt góða úlpu fyrir þar sem eitthvað bar á því að úlpurnar voru auglýstar til endursölu á Bland. Í Landsbankanum voru starfsmenn gladdir með bluetooth-hátölurunum og veglegri gjafakörfu þar sem mátti finna skinku, lax, súkkulaði og fleira góðgæti. Ingþórs-úlpan sem starfsmenn Arion-banka fengu að gjöf. Dýrari jólagjöf hjá Samherja en HB Granda Starfsfólk Símans gat valið úr gjöfum og kom meðal annars til greina miði á tónlistarhátíðina Sonar og 35 þúsund króna inneign í 66°Norður. Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. Starfsmenn hjá HB Granda fengu 35 þúsund krónur auk þess sem starfsmenn fóru meðal annars saman á jólatónleika Siggu Beinteins.Sjá einnig:HB Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur Starfsmenn Landspítalans, stærstu starfstöðvar landsins, fengu gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Þá fengu liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands matarkörfu í jólagjöf. Morgunblaðið gaf sínu starfsfólki fimmtán þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Vefpressunnar sem rekur meðal annars DV fengu 40 þúsund króna gjafabréf hjá Kosti. Þá fékk starfsfólk RÚV gjafakörfu úr Ostabúðinni. Starfsfólk 365 fékk tíu þúsund króna gjafabréf í jólagjöf.UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að starfsmenn Arion-banka hefðu fengið Eyþórs-úlpu. Hún er helmingi ódýrari en Ingþórs-úlpan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00