Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2015 20:30 Búast má við hrinu eldgosa úr Bárðabungu næsta áratuginn, að mati jarðvísindamanna. Þeir sjá líkindi með goshrinum sem urðu í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld en einnig með Kröflueldum. Það var strax á upphafsdögum Holuhraunselda fyrir sextán mánuðum sem jarðvísindamenn, þeirra á meðal Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, vörpuðu fram þeirri kenningu að þetta væri aðeins byrjunin á langri goshrinu úr eldstöðinni Bárðarbungu. Hún myndi vara í mörg ár, jafnvel áratug. Margt þótti minna á Kröfluelda en Kröflusvæðið á það sammerkt með Bárðarbungu að vera megineldstöð á flekaskilum. Fyrsta Kröflugosið varð í desember 1975, fyrir réttum 40 árum. Sextán mánaða goshlé varð svo þar til jarðeldur braust upp næst í apríl 1977. Þéttust urðu Kröflugosin á árunum 1980 til 1981 þegar aðeins liðu þrír til fjórir mánuðir á milli gosa en Kröflueldum lauk haustið 1984. Þrettán mánuðir liðu að jafnaði á milli Kröflugosanna, sem urðu alls níu talsins á níu árum. Auk þeirra urðu fimmtán kvikuhlaup sem ekki enduðu með gosi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að jarðskjálftar í Bárðarbungu að undanförnu væru talin merki þess að kvika streymdi nú inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson kvaðst klárlega túlka þetta svo að Bárðarbunga væri að búa sig undir nýtt gos, sem hann spáði að gæti orðið á næsta eða þarnæsta ári. Ármann segir að þegar eldstöðvar á flekaskilum fari af stað megi búast við goshrinu sem taki áratug. Hann rifjar upp að slík goshrina hafi orðið í Bárðarbungu fyrir 150 árum og nokkru síðar í Öskju, sem lauk með stórgosi árið 1875. Það varð mikið sprengigos og olli miklum búsifjum á Norðaustur- og Austurlandi og er talið hafa ýtt undir fólksflutninga til Vesturheims. Saga Kröfluelda var rifjuð upp í þættinum "Um land allt" sem sjá má hér á Sjónvarpsvísi. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Búast má við hrinu eldgosa úr Bárðabungu næsta áratuginn, að mati jarðvísindamanna. Þeir sjá líkindi með goshrinum sem urðu í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld en einnig með Kröflueldum. Það var strax á upphafsdögum Holuhraunselda fyrir sextán mánuðum sem jarðvísindamenn, þeirra á meðal Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, vörpuðu fram þeirri kenningu að þetta væri aðeins byrjunin á langri goshrinu úr eldstöðinni Bárðarbungu. Hún myndi vara í mörg ár, jafnvel áratug. Margt þótti minna á Kröfluelda en Kröflusvæðið á það sammerkt með Bárðarbungu að vera megineldstöð á flekaskilum. Fyrsta Kröflugosið varð í desember 1975, fyrir réttum 40 árum. Sextán mánaða goshlé varð svo þar til jarðeldur braust upp næst í apríl 1977. Þéttust urðu Kröflugosin á árunum 1980 til 1981 þegar aðeins liðu þrír til fjórir mánuðir á milli gosa en Kröflueldum lauk haustið 1984. Þrettán mánuðir liðu að jafnaði á milli Kröflugosanna, sem urðu alls níu talsins á níu árum. Auk þeirra urðu fimmtán kvikuhlaup sem ekki enduðu með gosi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að jarðskjálftar í Bárðarbungu að undanförnu væru talin merki þess að kvika streymdi nú inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson kvaðst klárlega túlka þetta svo að Bárðarbunga væri að búa sig undir nýtt gos, sem hann spáði að gæti orðið á næsta eða þarnæsta ári. Ármann segir að þegar eldstöðvar á flekaskilum fari af stað megi búast við goshrinu sem taki áratug. Hann rifjar upp að slík goshrina hafi orðið í Bárðarbungu fyrir 150 árum og nokkru síðar í Öskju, sem lauk með stórgosi árið 1875. Það varð mikið sprengigos og olli miklum búsifjum á Norðaustur- og Austurlandi og er talið hafa ýtt undir fólksflutninga til Vesturheims. Saga Kröfluelda var rifjuð upp í þættinum "Um land allt" sem sjá má hér á Sjónvarpsvísi.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52