Meðalverð á bensíni í Bandaríkjunum undir 2 dollara gallonið Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 16:23 Meðalbensínverðið er komið undir 2 dollara á gallonið. Enn lækkar bensínverð í Bandaríkjunum og samkvæmt útreikningum AAA þar í landi hefur meðalverðið nú fallið undir 2 dollara á hvert gallon (3,78 l.) og hefur það ekki verið lægra í 7 ár. Miklar birgðir af bensíni eru nú í Bandaríkjunum og hefur það þrýst hratt niður verði í allt ár. Eins og fyrri daginn er verðið nokkuð ólíkt eftir ríkjum landsins og ódýrast er það nú í Missouri, eða 1,77 dollarar. Það er 60,85 krónur á hvern lítra. Næst ódýrast er það í Oklahoma og S-Carolina, 178 dollarar. Á nokkrum bensínstöðvum er verðið 1,59 dollarar, eða 54,7 krónur. Vegna þessa lága verðs er búist við mikilli umferð Bandaríkjamanan yfir jólahátíðarnar og óttast National Highway Traffic Safety Administration stofnunin að dauðsföllum muni fjölga um allt að 8,1% í ár og er það mesta hækkun dauðsfalla á þarlendum vegum frá árinu 1946. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent
Enn lækkar bensínverð í Bandaríkjunum og samkvæmt útreikningum AAA þar í landi hefur meðalverðið nú fallið undir 2 dollara á hvert gallon (3,78 l.) og hefur það ekki verið lægra í 7 ár. Miklar birgðir af bensíni eru nú í Bandaríkjunum og hefur það þrýst hratt niður verði í allt ár. Eins og fyrri daginn er verðið nokkuð ólíkt eftir ríkjum landsins og ódýrast er það nú í Missouri, eða 1,77 dollarar. Það er 60,85 krónur á hvern lítra. Næst ódýrast er það í Oklahoma og S-Carolina, 178 dollarar. Á nokkrum bensínstöðvum er verðið 1,59 dollarar, eða 54,7 krónur. Vegna þessa lága verðs er búist við mikilli umferð Bandaríkjamanan yfir jólahátíðarnar og óttast National Highway Traffic Safety Administration stofnunin að dauðsföllum muni fjölga um allt að 8,1% í ár og er það mesta hækkun dauðsfalla á þarlendum vegum frá árinu 1946.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent