Nýr Audi Q5 í 100 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 11:05 Audi Q5 af næstu kynslóð. Styttast fer í kynningu á nýrri kynslóð jepplingsins Audi Q5. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið, en hann verður þó aðeins stærri en forverinn. Þrátt fyrir það verður hann miklu léttari og munar þar 100 kílóum. Audi Q5 verður að hluta til með sama fjöðrunarkerfi og er í Porsche Macan og þeir sitja báðir á sama MQB-undirvagni. Með nýrri kynslóð Q5 ætlar Audi að bjóða RS-kraftaútgáfu bílsins sem verður öflugri en núveramndi SQ5. RS-útgáfan á að verða 400 hestöfl, með 5 strokka og 2,5 lítra vél með forþjöppu. Sú breyting verður einnig með nýrri kynslóð að ekki verður lebgur hægt að fá framhjóladrifna útgáfu Q5, allar gerðir hans verða fjórhjóladrifnar. Annað vélarúrval sem verður í boði í Q5 er 2,0 lítra TSI bensínvél, 252 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísilvél, 190 hestöfl. Nýr Audi Q5 kemur á markað seint á næsta ári og hann verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Styttast fer í kynningu á nýrri kynslóð jepplingsins Audi Q5. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið, en hann verður þó aðeins stærri en forverinn. Þrátt fyrir það verður hann miklu léttari og munar þar 100 kílóum. Audi Q5 verður að hluta til með sama fjöðrunarkerfi og er í Porsche Macan og þeir sitja báðir á sama MQB-undirvagni. Með nýrri kynslóð Q5 ætlar Audi að bjóða RS-kraftaútgáfu bílsins sem verður öflugri en núveramndi SQ5. RS-útgáfan á að verða 400 hestöfl, með 5 strokka og 2,5 lítra vél með forþjöppu. Sú breyting verður einnig með nýrri kynslóð að ekki verður lebgur hægt að fá framhjóladrifna útgáfu Q5, allar gerðir hans verða fjórhjóladrifnar. Annað vélarúrval sem verður í boði í Q5 er 2,0 lítra TSI bensínvél, 252 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísilvél, 190 hestöfl. Nýr Audi Q5 kemur á markað seint á næsta ári og hann verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira