Ólympíuleikarnir er gulrótin fyrir strákana okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2015 06:00 Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundinum í gær. vísir/Ernir Það styttist í Evrópumeistaramótið í Póllandi og í gær tilkynnti Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hvaða 21 leikmaður væri í æfingahópi Íslands fyrir mótið. Hverju liði á EM er heimilt að vera með sextán manna leikmannahóp en ekki er útilokað að Aron taki sautjánda manninn með út sem yrði þá til taks. EM í Póllandi hefst 15. janúar og er Ísland í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi. Liðið þarf að komast áfram í milliriðla til að eiga möguleika á að komast í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana í Ríó en það er aðalmarkmið Íslands á mótinu. Ef strákarnir verða Evrópumeistarar fara þeir vitanlega á Ólympíuleikana án þess að taka þátt í forkeppninni. Að öðrum kosti þarf Ísland að vera efsta eða næstefsta liðið af þeim sem ekki eru búin að tryggja sér sæti í forkeppninni. Sex Evrópuþjóðir gerðu það á HM í fyrra – Pólland, Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland og Slóvenía – og má því Ísland enda neðar en þau lið í forkeppninni. Helstu keppinautar Íslands um sæti í henni verða að öllum líkindum Svíþjóð, Noregur, Makedónía, Serbía, Rússland og Ungverjaland og má Ísland aðeins hleypa einu þeirra upp fyrir sig á EM.Staðan á hópnum góð „Þetta er okkar gulrót – að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. Hann segist sáttur við stöðuna á sínu liði en allir lykilmenn gátu gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni. Aðeins Ólafur Bjarki Ragnarsson og Theodór Sigurbjörnsson komu ekki til greina en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og nota janúarmánuð til að ná sér af þeim. Að auki var B-landsliðið endurvakið en það mun æfa samhliða A-liðinu frá 29. desember til 7. janúar. Þá heldur EM-hópurinn til Þýskalands en þar spilar Ísland tvo æfingaleiki við lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska liðinu, sem verða þeir síðustu fyrir EM í Póllandi. Ísland mætir fyrst Portúgal tvívegis í Kaplakrika. Í fyrri leiknum verða leikmenn A-liðsins í aðalhlutverki en B-liðið mun að mestum hluta spila í þeim síðari. Þar að auki mun B-liðið leika æfingaleik gegn U-20 liði Íslands í sömu viku. Kærkomið tækifæri Aron segir að B-liðið, sem mun æfa undir stjórn Ólafs Stefánssonar, muni styrkja A-landsliðið. „Þetta gerir það að verkum að við getum komið með fleiri leikmenn inn í okkar umhverfi og aukið breiddina í landsliðinu. Það getur vel verið að leikmenn úr B-liðinu verði kallaðir inn í EM-hópinn gerist þess þörf,“ segir Aron. „Þar að auki gefur þetta okkur tækifæri til að skoða leikmenn sem spila erlendis og hafa staðið fyrir utan landsliðið. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sýna okkur að þeir eigi heima í landsliðinu,“ bætir þjálfarinn við. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Það styttist í Evrópumeistaramótið í Póllandi og í gær tilkynnti Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hvaða 21 leikmaður væri í æfingahópi Íslands fyrir mótið. Hverju liði á EM er heimilt að vera með sextán manna leikmannahóp en ekki er útilokað að Aron taki sautjánda manninn með út sem yrði þá til taks. EM í Póllandi hefst 15. janúar og er Ísland í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi. Liðið þarf að komast áfram í milliriðla til að eiga möguleika á að komast í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana í Ríó en það er aðalmarkmið Íslands á mótinu. Ef strákarnir verða Evrópumeistarar fara þeir vitanlega á Ólympíuleikana án þess að taka þátt í forkeppninni. Að öðrum kosti þarf Ísland að vera efsta eða næstefsta liðið af þeim sem ekki eru búin að tryggja sér sæti í forkeppninni. Sex Evrópuþjóðir gerðu það á HM í fyrra – Pólland, Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland og Slóvenía – og má því Ísland enda neðar en þau lið í forkeppninni. Helstu keppinautar Íslands um sæti í henni verða að öllum líkindum Svíþjóð, Noregur, Makedónía, Serbía, Rússland og Ungverjaland og má Ísland aðeins hleypa einu þeirra upp fyrir sig á EM.Staðan á hópnum góð „Þetta er okkar gulrót – að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. Hann segist sáttur við stöðuna á sínu liði en allir lykilmenn gátu gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni. Aðeins Ólafur Bjarki Ragnarsson og Theodór Sigurbjörnsson komu ekki til greina en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og nota janúarmánuð til að ná sér af þeim. Að auki var B-landsliðið endurvakið en það mun æfa samhliða A-liðinu frá 29. desember til 7. janúar. Þá heldur EM-hópurinn til Þýskalands en þar spilar Ísland tvo æfingaleiki við lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska liðinu, sem verða þeir síðustu fyrir EM í Póllandi. Ísland mætir fyrst Portúgal tvívegis í Kaplakrika. Í fyrri leiknum verða leikmenn A-liðsins í aðalhlutverki en B-liðið mun að mestum hluta spila í þeim síðari. Þar að auki mun B-liðið leika æfingaleik gegn U-20 liði Íslands í sömu viku. Kærkomið tækifæri Aron segir að B-liðið, sem mun æfa undir stjórn Ólafs Stefánssonar, muni styrkja A-landsliðið. „Þetta gerir það að verkum að við getum komið með fleiri leikmenn inn í okkar umhverfi og aukið breiddina í landsliðinu. Það getur vel verið að leikmenn úr B-liðinu verði kallaðir inn í EM-hópinn gerist þess þörf,“ segir Aron. „Þar að auki gefur þetta okkur tækifæri til að skoða leikmenn sem spila erlendis og hafa staðið fyrir utan landsliðið. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sýna okkur að þeir eigi heima í landsliðinu,“ bætir þjálfarinn við.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53