Íslendingar fá ekki að sjá strákana sína á heimavelli fyrir EM Tómas þór Þórðarson skrifar 21. desember 2015 20:01 Það fær enginn að sjá Ragnar Sigurðsson eða hina strákana okkar í Dalnum fyrir EM. vísir/vilhelm Karlalandsliðið í fótbolta hefur spilað sinn síðasta heimaleik fyrir Evrópumótið í fótbolta, en enginn af undirbúningsleikjunum fyrir EM fer fram á Laugardalsvelli. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í Kastljósi RÚV í kvöld. Strákarnir eru nú þegar búnir að spila tvo vináttuleiki; gegn Póllandi og Slóvakíu, á útivelli og næstu þrír leikir verða einnig erlendis eins og vitað var. Ísland mætir Finnlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Abu Dhabi 13. og 16. janúar og svo bandaríska landsliðinu í Los Angeles 31. janúar. Það eru allt óopinberir leikdagar en fyrsta opinbera leikdaginn í mars verður einnig spilað erlendis þar sem ekki er hægt að spila hér heima. Klara sagði að til stóð að spila einn vináttuleik í júní á Laugardalsvellinum en allt stefnir í að svo verði ekki. Verið er að leita að mótherjum í næstu leiki. „Við erum að vinna í þeim málum og vonumst til að landa því á næstu dögum. Því miður sjáum við ekki fram á að spila hér heima vegna verkefna leikmanna erlendis,“ sagði Klara í Kastljósi. „Það var okkar plan að spila hér heima og gefa íslenskum áhugamönnum tækifæri á að sjá leikmennina okkar á heimavelli en það stefnir í að svo verði ekki,“ sagði Klara. KSÍ vonast til að fá leik við eina EM-þjóð í júní en liðið má aðeins spila einn leik við lið sem er að fara á Evrópumótið áður en það hefst. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta hefur spilað sinn síðasta heimaleik fyrir Evrópumótið í fótbolta, en enginn af undirbúningsleikjunum fyrir EM fer fram á Laugardalsvelli. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í Kastljósi RÚV í kvöld. Strákarnir eru nú þegar búnir að spila tvo vináttuleiki; gegn Póllandi og Slóvakíu, á útivelli og næstu þrír leikir verða einnig erlendis eins og vitað var. Ísland mætir Finnlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Abu Dhabi 13. og 16. janúar og svo bandaríska landsliðinu í Los Angeles 31. janúar. Það eru allt óopinberir leikdagar en fyrsta opinbera leikdaginn í mars verður einnig spilað erlendis þar sem ekki er hægt að spila hér heima. Klara sagði að til stóð að spila einn vináttuleik í júní á Laugardalsvellinum en allt stefnir í að svo verði ekki. Verið er að leita að mótherjum í næstu leiki. „Við erum að vinna í þeim málum og vonumst til að landa því á næstu dögum. Því miður sjáum við ekki fram á að spila hér heima vegna verkefna leikmanna erlendis,“ sagði Klara í Kastljósi. „Það var okkar plan að spila hér heima og gefa íslenskum áhugamönnum tækifæri á að sjá leikmennina okkar á heimavelli en það stefnir í að svo verði ekki,“ sagði Klara. KSÍ vonast til að fá leik við eina EM-þjóð í júní en liðið má aðeins spila einn leik við lið sem er að fara á Evrópumótið áður en það hefst.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira