Gunnar Hrafn er Charlie Brown Guðrún Ansnes skrifar 22. desember 2015 10:30 Gunnar Hrafn er kannski ekki gamall en hann er með ansi fína ferilskrá. Honum munar ekki um að bregða sér í persónu Charlie Brown. Vísir/Anton Brink Gunnar Hrafn Kristjánsson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni um Smáfólkið sem frumsýnd verður annan í jólum. Myndin þykir merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta skipti er kvikmynd talsett eingöngu af krökkum, sem ekki eru fordæmi fyrir á Íslandi áður, og eru þau öll undir tólf ára. "Ég fór bara í nokkrar prufur, og svo kom í ljós að ég yrði valinn Charlie Brown,“ segir Gunnar Hrafn, alsæll með nýja hlutverkið. Segist hann ekki hafa þekkt Charlie Brown þannig séð, hann hafi jú kannast ágætlega við Snoopy, hundinn hans, áður en hann tók að sér verkið. „Hann er samt skemmtilegur karakter, alltaf niðurdreginn og svona,“ segir Gunnar Hrafn hlæjandi, og bætir við að óhætt sé að fullyrða að um sé að ræða andstæðu við hann sjálfan. „Ég er vanur að leika hressa týpu, svo það var svolítil breyting fyrir mig að tala eins og ég sé niðurdreginn,“ útskýrir hann, sem þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í þessum geira.Smáfólkið í blússandi gír, og mun það svo mæta á hvíta tjaldið 26.desember næstkomandi.Mynd/Getty „Ég hef verið að tala inn á myndir síðan ég var átta ára, þá inn á Kartöflukrílin,“ segir hann, og telur upp myndir á borð við Rio, nýjustu Tarzanmyndina, Danna tígur og Hvolpasveitina, sem hann hefur unnið að. Auk þess hefur hann sömuleiðis verið valinn Jólastjarna Björgvins, og vann þar að auki hug og hjörtu landsmanna þegar hann lék í Fólkinu í blokkinni. Skyldu menn vera farnir að finna fyrir frægðinni, rétt tólf ára gamlir? „Já, það má segja það. Ég er aðallega þekktur fyrir Fólkið í blokkinni, og það er alveg verið að stoppa mig til að fá myndatöku,“ skýrir Gunnar hógvær. „Mér finnst það bara gaman, krakkarnir í bekknum kalla mig seleb, en nú er ennþá skemmtilegra því nú er komið nýtt seleb í bekkinn minn, hann Hálfdán Helgi, sem var valinn Jólastjarnan í ár, eins og ég í fyrra,“ segir hann hæstánægður og svarar játandi þegar blaðamaður spyr hvort þeir ræði bransann sín á milli í skólanum. Gunnar Hrafn segist sannarlega hafa fundið fjölina sína þó hann sé ekki eldri en raun ber vitni. „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt, ég er búinn að finna minn stað,“ segir hann að lokum, yfir sig spenntur að fá að berja myndina augum sjálfur en hingað til hefur hann aðeins séð ensku útgáfu myndarinnar. Bíó og sjónvarp Jólastjarnan Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Gunnar Hrafn Kristjánsson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni um Smáfólkið sem frumsýnd verður annan í jólum. Myndin þykir merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta skipti er kvikmynd talsett eingöngu af krökkum, sem ekki eru fordæmi fyrir á Íslandi áður, og eru þau öll undir tólf ára. "Ég fór bara í nokkrar prufur, og svo kom í ljós að ég yrði valinn Charlie Brown,“ segir Gunnar Hrafn, alsæll með nýja hlutverkið. Segist hann ekki hafa þekkt Charlie Brown þannig séð, hann hafi jú kannast ágætlega við Snoopy, hundinn hans, áður en hann tók að sér verkið. „Hann er samt skemmtilegur karakter, alltaf niðurdreginn og svona,“ segir Gunnar Hrafn hlæjandi, og bætir við að óhætt sé að fullyrða að um sé að ræða andstæðu við hann sjálfan. „Ég er vanur að leika hressa týpu, svo það var svolítil breyting fyrir mig að tala eins og ég sé niðurdreginn,“ útskýrir hann, sem þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í þessum geira.Smáfólkið í blússandi gír, og mun það svo mæta á hvíta tjaldið 26.desember næstkomandi.Mynd/Getty „Ég hef verið að tala inn á myndir síðan ég var átta ára, þá inn á Kartöflukrílin,“ segir hann, og telur upp myndir á borð við Rio, nýjustu Tarzanmyndina, Danna tígur og Hvolpasveitina, sem hann hefur unnið að. Auk þess hefur hann sömuleiðis verið valinn Jólastjarna Björgvins, og vann þar að auki hug og hjörtu landsmanna þegar hann lék í Fólkinu í blokkinni. Skyldu menn vera farnir að finna fyrir frægðinni, rétt tólf ára gamlir? „Já, það má segja það. Ég er aðallega þekktur fyrir Fólkið í blokkinni, og það er alveg verið að stoppa mig til að fá myndatöku,“ skýrir Gunnar hógvær. „Mér finnst það bara gaman, krakkarnir í bekknum kalla mig seleb, en nú er ennþá skemmtilegra því nú er komið nýtt seleb í bekkinn minn, hann Hálfdán Helgi, sem var valinn Jólastjarnan í ár, eins og ég í fyrra,“ segir hann hæstánægður og svarar játandi þegar blaðamaður spyr hvort þeir ræði bransann sín á milli í skólanum. Gunnar Hrafn segist sannarlega hafa fundið fjölina sína þó hann sé ekki eldri en raun ber vitni. „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt, ég er búinn að finna minn stað,“ segir hann að lokum, yfir sig spenntur að fá að berja myndina augum sjálfur en hingað til hefur hann aðeins séð ensku útgáfu myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Jólastjarnan Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira