Dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás gegn pari Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2015 15:35 Bæði maðurinn og konan voru skorin í framan með hnífi. Vísir/GVA Gunnar Már Björnsson og Sigurður Brynjar Jensson voru dæmdir til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Voru þeir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn. Beindust brotin gegn manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans á heimili þeirra. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf og sviptu þau þess vegna frelsinu. Dómurinn taldi sannað að Gunnar Már og Sigurður Brynjar hefðu svipt manninn og kærustu hans frelsi þeirra. Voru þeir einnig sakfelldir fyrir að ræna parið með því taka HP-fartölvu, Samsung-farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað ófrjálsri hendi af heimili parsins. Gunnar Már var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hrint stúlkunni niður tröppur. Aðeins lá fyrir framburður stúlkunnar í þeim efnum og gegn neitun Gunnars var hann sýknaður af þessum þætti ákærunnar. Parið beitt grófu ofbeldi Þá var Gunnar Már einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið manninn með hnífi í hægri fótlegg og slegið og sparkað í höfuð hans. Þá var Gunnar Már einnig sakaður um að hafa slegið manninn með hamri í höfuðið og stúlkuna með hamrinum í vinstri handlegg. Loks var Gunnari gefið að sök að hafa skorið bæði manninn og stúlkuna í vinstri kinn. Gunnar Már hafði viðurkennt fyrir dómi að hafa skorið bæði manninn og konuna. Var það því talið sannað og hann sakfelldur fyrir það atriði. Þá var einnig talið sannað að Gunnar hefði slegið parið með hamri og studdi læknisvottorð þann framburð. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa sparkað í höfuð mannsins. Gegn játningu var Sigurður Brynjar einnig sakfelldur fyrir að hafa 1,45 grömm af amfetamíni á sér þegar leitað var á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík eftir að hafa verið handtekinn vegna málsins.Rufu skilorð Gunnar Már er 27 ára gamall og á að baki töluverðan sakaferil. Hann hefur átta sinnum gengist undir sáttir eða viðurlagaákvarðanir. Hann hefur verið í tvígang dæmdur og var 14. apríl í ár dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, þar af tveir mánuðir skilorðsbundnir, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum og almennum hegningarlögum. 12. júní var hann dæmdur í til tveggja ára fangelsisvistar og rauf hann skilorð þess refsidóms með brotinu sem hann var dæmdur fyrir í dag. Var refsingin því ákveðin tveggja ára fangelsisvist en til frádráttar kom óslitið gæsluvarðhald hans frá 17. ágúst til dómsuppsögudags. SigurðurVar dæmdur fyrir aðkomu í Vogamálinu Brynjar er nítján ára gamall og á að baki sakaferil. Hann hefur í þrígang gengist undir sáttir. Árið 2013 var hann í tvígang dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Rauf hann því skilyrði refsidómsins með því broti sem hann var dæmdur fyrir í dag og refsing hans því ákveðin tveggja ára fangelsisvist. Þá voru þeir dæmdir til að greiða stúlkunni eina milljón króna og manninum eina milljón króna í miskabætur. Tengdar fréttir Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Gunnar Már Björnsson og Sigurður Brynjar Jensson voru dæmdir til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Voru þeir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn. Beindust brotin gegn manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans á heimili þeirra. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf og sviptu þau þess vegna frelsinu. Dómurinn taldi sannað að Gunnar Már og Sigurður Brynjar hefðu svipt manninn og kærustu hans frelsi þeirra. Voru þeir einnig sakfelldir fyrir að ræna parið með því taka HP-fartölvu, Samsung-farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað ófrjálsri hendi af heimili parsins. Gunnar Már var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hrint stúlkunni niður tröppur. Aðeins lá fyrir framburður stúlkunnar í þeim efnum og gegn neitun Gunnars var hann sýknaður af þessum þætti ákærunnar. Parið beitt grófu ofbeldi Þá var Gunnar Már einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið manninn með hnífi í hægri fótlegg og slegið og sparkað í höfuð hans. Þá var Gunnar Már einnig sakaður um að hafa slegið manninn með hamri í höfuðið og stúlkuna með hamrinum í vinstri handlegg. Loks var Gunnari gefið að sök að hafa skorið bæði manninn og stúlkuna í vinstri kinn. Gunnar Már hafði viðurkennt fyrir dómi að hafa skorið bæði manninn og konuna. Var það því talið sannað og hann sakfelldur fyrir það atriði. Þá var einnig talið sannað að Gunnar hefði slegið parið með hamri og studdi læknisvottorð þann framburð. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa sparkað í höfuð mannsins. Gegn játningu var Sigurður Brynjar einnig sakfelldur fyrir að hafa 1,45 grömm af amfetamíni á sér þegar leitað var á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík eftir að hafa verið handtekinn vegna málsins.Rufu skilorð Gunnar Már er 27 ára gamall og á að baki töluverðan sakaferil. Hann hefur átta sinnum gengist undir sáttir eða viðurlagaákvarðanir. Hann hefur verið í tvígang dæmdur og var 14. apríl í ár dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, þar af tveir mánuðir skilorðsbundnir, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum og almennum hegningarlögum. 12. júní var hann dæmdur í til tveggja ára fangelsisvistar og rauf hann skilorð þess refsidóms með brotinu sem hann var dæmdur fyrir í dag. Var refsingin því ákveðin tveggja ára fangelsisvist en til frádráttar kom óslitið gæsluvarðhald hans frá 17. ágúst til dómsuppsögudags. SigurðurVar dæmdur fyrir aðkomu í Vogamálinu Brynjar er nítján ára gamall og á að baki sakaferil. Hann hefur í þrígang gengist undir sáttir. Árið 2013 var hann í tvígang dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Rauf hann því skilyrði refsidómsins með því broti sem hann var dæmdur fyrir í dag og refsing hans því ákveðin tveggja ára fangelsisvist. Þá voru þeir dæmdir til að greiða stúlkunni eina milljón króna og manninum eina milljón króna í miskabætur.
Tengdar fréttir Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“