Fráfarandi forstjóri Volkswagen á launum út næsta ár Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 11:13 Martin Winterkorn. Martin Winterkorn sem steig úr stóri forstjóra Volkswagen í kjölfar dísilvélasvindlsins verður á fullum launum út næsta ár þrátt fyrir að hafa hætt störfum fyrr á árinu. Það er skýring á þessu hjá Volkswagen, því ef fyrirtækið hefði rekið forstjórann og hann ekki hætt sjálfviljugur hefði Volkswagen þurft að punga út mun hærri fjárhæðum en sem nemur launum hans út næsta ár. Hann fær að auki lífeyrisgreiðslur uppá 4 milljarða króna. Laun hans á síðasta ári námu alls 2.250 milljónum króna og var hann með því hæst launaði forstjóri Þýskalands. Forsvarsmenn Volkswagen eru mjög ánægðir með það að Winterkorn hafi kosið að fara þessa leið og sparað með því fyrirtækinu umtalsverðar fjárhæðir og með því er brotthvarf hans átakaminna og reisn hans meiri fyrir vikið. Martin Winterkorn er orðinn 68 ára gamall og hann þarf líklega ekki að kvíða ellinni, að minnsta kosti ekki fjárhagslega. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent
Martin Winterkorn sem steig úr stóri forstjóra Volkswagen í kjölfar dísilvélasvindlsins verður á fullum launum út næsta ár þrátt fyrir að hafa hætt störfum fyrr á árinu. Það er skýring á þessu hjá Volkswagen, því ef fyrirtækið hefði rekið forstjórann og hann ekki hætt sjálfviljugur hefði Volkswagen þurft að punga út mun hærri fjárhæðum en sem nemur launum hans út næsta ár. Hann fær að auki lífeyrisgreiðslur uppá 4 milljarða króna. Laun hans á síðasta ári námu alls 2.250 milljónum króna og var hann með því hæst launaði forstjóri Þýskalands. Forsvarsmenn Volkswagen eru mjög ánægðir með það að Winterkorn hafi kosið að fara þessa leið og sparað með því fyrirtækinu umtalsverðar fjárhæðir og með því er brotthvarf hans átakaminna og reisn hans meiri fyrir vikið. Martin Winterkorn er orðinn 68 ára gamall og hann þarf líklega ekki að kvíða ellinni, að minnsta kosti ekki fjárhagslega.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent