Þremur leikjum er nýlokið í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu en þar ber helsta að nefna 4-2 sigur AC Milan á Frosinone sem komst 1-0 yfir í upphafi leiksins.
Ignazio Abate, Carlos Bacca, Giacomo Bonaventura og Alex skoruðu allir sitt markið hver fyrir Milan í leiknum. Federico Dionisi náði að minnka muninn í 3-2 fyrir Frosinone fimm mínútum fyrir leikslok en lengra komst liðið ekki. AC Milan bætti við marki rétt undir lokin.
Sampdoria vann þægilegan sigur á Palermo, 2-0 og Udinese vann Torino á útivelli, 1-0. Inter er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 36 stig en AC Milan er í því sjötta með 28 stig. Inter Milan og Lazio mætast síðar í kvöld.
Skyldusigur hjá AC Milan
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn

Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn

Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn


Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho
Enski boltinn


