RÚV skáldaði frétt uppúr gróusögum Ástþór Magnússon skrifar 31. desember 2015 12:54 Í útvarpsfréttum í vikunni bað fréttastofa RÚV mig afsökunar á því að hafa ranglega sagt frá því í fréttum RÚV 28. október síðastliðinn að ég hafi verið sakaður um að falsa undirskriftir á stuðningsmannalistum fyrir forsetakosningarnar 2012. Hið rétta er að ég hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu, heldur vitnis. Það var annar maður, sem safnað hafði undirskriftum fyrir framboð mitt, sem grunaður var um að hafa falsað undirskriftir en það mál hefur nú verið fellt niður. Viðkomandi neitaði alfarið sök að hafa falsað nánar tilgreindar undirritanir og undirgekkst í tvígang rithandarrannsókn lögreglu en niðurstöður þeirra leiddu til að málið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis og var því fellt niður á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Afsökunarbeiðni RÚV kom í kjölfar bréfs lögreglunnar þar sem segir m.a. : „Ég get eðli máls samkvæmt ekki svarað fyrir fréttaflutning RÚV frekar en annarra fjölmiðla. Ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu frá lögreglu komnar enda væri um augljóst trúnaðarbrot að ræða auk þess sem upplýsingarnar eru, í samræmi við það sem ofan er rakið, í megindráttum rangar. Athygli vekur að málið var fellt niður í mars 2015 en fréttin kemur til mun síðar.“ Þegar upp er staðið eftir margra ára rannsókn lögreglu er ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að dæma forsetaframboð mitt ógilt. Þetta er í annað sinn sem gerð er aðför að forsetaframboði mínu til að fá það dæmt úr leik. Slík skipulögð aðför var einnig gerð að framboðinu árið 2000. Sitjandi forseti varð þá sjálfkjörinn án kosninga í kjölfar þess að umboðsmaður hans synjaði því að framboði mínu yrði veittur 24 klukkustunda frestur til að leggja fram þær 30 undirskriftir sem uppá vantaði vegna skemmdarverka sem höfðu valdið því að fjöldi meðmælendalista varð ógildur. Hópur kjósenda kærði ógildingu forsetaframboðsins árið 2012 þar sem engar haldbærar sannanir voru fyrir fölsun undirskrifta. Yfirkjörstjórnir og Innanríkisráðuneytið höfðu brotið á forsetaframboðinu með því að draga það í meira en mánuð að vinna úr meðmælendalistum mínum. Í kærunni var vísað til bókunar hjá Innanríkisráðuneytinu um athugasemdir á listum annarra forsetaframbjóðenda 2012 svo og upplýsinga frá Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um samsvarandi athugasemdir við framboð til alþingiskosninga og spurt um meðalhófsreglu og jafnrétti. Kærendur töldu það ekki geta samrýmst stjórnarskrá eða hafi verið í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti sem gert var og sögðu: “Sem þegnar lýðveldisins og sem kjósendur hljótum að eiga rétt á því að velja okkur forseta úr þeim framboðum sem komin eru fram á sjónarsviðið. Ef um er að ræða falsanir á einstökum undirskriftum meðmælenda eins og sumir starfsmenn kjörstjórna halda fram, hljóta í fyrsta lagi að þurfa liggja fyrir haldbærar sannanir um slíkt auk þess sem það getur ekki verið í anda lýðræðis að láta það bitna á brotaþolum, frambjóðandanum, og okkur sem viljum kjósa hann.” Ég hef ítrekað lagt til þá nýjung að hvert framboð skrái meðmælendur sína inná öruggt vefsvæði og þá fari tilkynning í netbanka viðkomandi sem geti gert athugasemd hafi hann ekki ritað á listann eigin hendi. Með slíkri einfaldri lausn mætti koma í veg fyrir að hægt yrði að ógilda framboð með aðför að meðmælendalistum. Enda eigi slíkt ekki heima í lýðræðisrríki. Nánari upplýsingar um ofangreint mál m.a. tölvupóst frá lögreglunni er að finna á vefsvæðinu www.facebook.com/forsetakosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Í útvarpsfréttum í vikunni bað fréttastofa RÚV mig afsökunar á því að hafa ranglega sagt frá því í fréttum RÚV 28. október síðastliðinn að ég hafi verið sakaður um að falsa undirskriftir á stuðningsmannalistum fyrir forsetakosningarnar 2012. Hið rétta er að ég hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu, heldur vitnis. Það var annar maður, sem safnað hafði undirskriftum fyrir framboð mitt, sem grunaður var um að hafa falsað undirskriftir en það mál hefur nú verið fellt niður. Viðkomandi neitaði alfarið sök að hafa falsað nánar tilgreindar undirritanir og undirgekkst í tvígang rithandarrannsókn lögreglu en niðurstöður þeirra leiddu til að málið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis og var því fellt niður á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Afsökunarbeiðni RÚV kom í kjölfar bréfs lögreglunnar þar sem segir m.a. : „Ég get eðli máls samkvæmt ekki svarað fyrir fréttaflutning RÚV frekar en annarra fjölmiðla. Ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu frá lögreglu komnar enda væri um augljóst trúnaðarbrot að ræða auk þess sem upplýsingarnar eru, í samræmi við það sem ofan er rakið, í megindráttum rangar. Athygli vekur að málið var fellt niður í mars 2015 en fréttin kemur til mun síðar.“ Þegar upp er staðið eftir margra ára rannsókn lögreglu er ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að dæma forsetaframboð mitt ógilt. Þetta er í annað sinn sem gerð er aðför að forsetaframboði mínu til að fá það dæmt úr leik. Slík skipulögð aðför var einnig gerð að framboðinu árið 2000. Sitjandi forseti varð þá sjálfkjörinn án kosninga í kjölfar þess að umboðsmaður hans synjaði því að framboði mínu yrði veittur 24 klukkustunda frestur til að leggja fram þær 30 undirskriftir sem uppá vantaði vegna skemmdarverka sem höfðu valdið því að fjöldi meðmælendalista varð ógildur. Hópur kjósenda kærði ógildingu forsetaframboðsins árið 2012 þar sem engar haldbærar sannanir voru fyrir fölsun undirskrifta. Yfirkjörstjórnir og Innanríkisráðuneytið höfðu brotið á forsetaframboðinu með því að draga það í meira en mánuð að vinna úr meðmælendalistum mínum. Í kærunni var vísað til bókunar hjá Innanríkisráðuneytinu um athugasemdir á listum annarra forsetaframbjóðenda 2012 svo og upplýsinga frá Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um samsvarandi athugasemdir við framboð til alþingiskosninga og spurt um meðalhófsreglu og jafnrétti. Kærendur töldu það ekki geta samrýmst stjórnarskrá eða hafi verið í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti sem gert var og sögðu: “Sem þegnar lýðveldisins og sem kjósendur hljótum að eiga rétt á því að velja okkur forseta úr þeim framboðum sem komin eru fram á sjónarsviðið. Ef um er að ræða falsanir á einstökum undirskriftum meðmælenda eins og sumir starfsmenn kjörstjórna halda fram, hljóta í fyrsta lagi að þurfa liggja fyrir haldbærar sannanir um slíkt auk þess sem það getur ekki verið í anda lýðræðis að láta það bitna á brotaþolum, frambjóðandanum, og okkur sem viljum kjósa hann.” Ég hef ítrekað lagt til þá nýjung að hvert framboð skrái meðmælendur sína inná öruggt vefsvæði og þá fari tilkynning í netbanka viðkomandi sem geti gert athugasemd hafi hann ekki ritað á listann eigin hendi. Með slíkri einfaldri lausn mætti koma í veg fyrir að hægt yrði að ógilda framboð með aðför að meðmælendalistum. Enda eigi slíkt ekki heima í lýðræðisrríki. Nánari upplýsingar um ofangreint mál m.a. tölvupóst frá lögreglunni er að finna á vefsvæðinu www.facebook.com/forsetakosningar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar