Steph Curry lék ekki með Golden State Warriors sem tapaði fyrir Dallas Mavericks á útivelli, 114-91. Þetta var aðeins annað tap Golden State á tímabilinu en liðið hefur verið nær óstöðvandi í vetur.
J.J. Barea var stigahæstur í liði Dallas með 23 stig en sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum í nótt. Ian Clark var atkvæðamestur í liði Golden State með 21 stig.
Kobe Bryant skoraði 15 stig og tók 11 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Boston Celtics á útivelli, 104-112.
Jordan Clarkson var stigahæstur í liði Lakers með 24 stig en Isiah Thomas skoraði einnig 24 stig fyrir Boston.
Jimmy Butler var hetja Chicago Bulls sem vann nauman tveggja stiga sigur, 100-102, á Indiana Pacers. Framlengja þurfti leikinn en Butler skoraði sigurkörfu Chicago þegar 1,2 sekúndur voru til leiksloka.
Butler skoraði alls 28 stig í leiknum en Aaron Brooks var stigahæstur í liði Chicago með 29 stig. George Hill fór fyrir Indiana með 20 stig og sjö fráköst.
Úrslitin í nótt:
Dallas 114-91 Golden State
Boston 104-112 LA Lakers
Chicago 102-100 Indiana
Charlotte 117-122 LA Clippers
Orlando 100-93 Brooklyn
Toronto 94-91 Washington
Minnesota 94-80 Utah
San Antonio 112-79 Phoenix
Portland 110-103 Denver
Sacramento 105-110 Philadelphia