Hannes í lágflugi Stjónarmaðurinn skrifar 14. janúar 2015 09:00 Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health. Uppgefið kaupverð er 65 milljónir Bandaríkjadala eða réttir 8,5 milljarðar króna. NextCode var stofnað árið 2013 og starfar á grundvelli leyfis til að vinna úr upplýsingum sem DeCode hefur safnað gegnum árin um gen og erfðir Íslendinga. NextCode hefur komið þessum upplýsingum á nýtilegt form og selur aðgang til lækna og stofnana sem nota þær við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Nextcode er með sína meginstarfstöð í Cambridge, Massachussetts en er einnig með starfsemi á Íslandi, og því ljóst að þótt kaupverðið flæði ekki inn til landsins, þá ættu styrkari stoðir félagsins að vera góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er frétt út af fyrir sig, þótt megintíðindin séu vafalaust þau að íslenskum athafnamönnum hafi tekist að skapa slík verðmæti á tæplega tveimur árum. Hvers vegna skyldi þetta hafa farið svo hljótt, og þá sérstaklega núna þegar allt sem kalla má nýsköpun virðist eiga sérstaklega upp á pallborðið á Íslandi? Til samanburðar má nefna að kaupverðið er ríflega fimmfalt það sem Qlik reiddi fram fyrir Datamarket, en þau viðskipti þóttu nægjanlega merkileg til að teljast viðskipti ársins í ágætu viðskiptablaði hér í borg. Kannski er ástæðan sú að annar stofnenda félagsins er enginn annar en Hannes Smárason. Er ekki leyfilegt að hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert nú tæpum sjö árum eftir hrun? Stjórnarmaðurinn reynir nú að halda sig við efnið í pistlum sínum. Erfitt er þó að minnast ekki á skróp forsætisráðherra í samstöðugöngunni í París. Fyrir það fyrsta verður að teljast dapurt að sýna ekki samhug og samstöðu við svo ægilegt tilefni. Hitt er svo að forsætisráðherra, eða annar fulltrúi þjóðarinnar, nýti ekki tækifærið til að komast í návígi við alla helstu þjóðarleiðtoga í Evrópu. Þarna voru til að mynda auk Frakklandsforseta allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenskir ráðamenn fá tækifæri til að komast í návígi við fólk sem þetta, og ræða við það sem jafningja. Er það ekki akkúrat við svona tilefni sem lítil þjóð getur látið rödd sína heyrast? Stjórnarmanninn hefur reyndar lengi grunað að ráðherrar Framsóknar séu ekki til útflutnings. Þarna fékkst það staðfest. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health. Uppgefið kaupverð er 65 milljónir Bandaríkjadala eða réttir 8,5 milljarðar króna. NextCode var stofnað árið 2013 og starfar á grundvelli leyfis til að vinna úr upplýsingum sem DeCode hefur safnað gegnum árin um gen og erfðir Íslendinga. NextCode hefur komið þessum upplýsingum á nýtilegt form og selur aðgang til lækna og stofnana sem nota þær við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Nextcode er með sína meginstarfstöð í Cambridge, Massachussetts en er einnig með starfsemi á Íslandi, og því ljóst að þótt kaupverðið flæði ekki inn til landsins, þá ættu styrkari stoðir félagsins að vera góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er frétt út af fyrir sig, þótt megintíðindin séu vafalaust þau að íslenskum athafnamönnum hafi tekist að skapa slík verðmæti á tæplega tveimur árum. Hvers vegna skyldi þetta hafa farið svo hljótt, og þá sérstaklega núna þegar allt sem kalla má nýsköpun virðist eiga sérstaklega upp á pallborðið á Íslandi? Til samanburðar má nefna að kaupverðið er ríflega fimmfalt það sem Qlik reiddi fram fyrir Datamarket, en þau viðskipti þóttu nægjanlega merkileg til að teljast viðskipti ársins í ágætu viðskiptablaði hér í borg. Kannski er ástæðan sú að annar stofnenda félagsins er enginn annar en Hannes Smárason. Er ekki leyfilegt að hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert nú tæpum sjö árum eftir hrun? Stjórnarmaðurinn reynir nú að halda sig við efnið í pistlum sínum. Erfitt er þó að minnast ekki á skróp forsætisráðherra í samstöðugöngunni í París. Fyrir það fyrsta verður að teljast dapurt að sýna ekki samhug og samstöðu við svo ægilegt tilefni. Hitt er svo að forsætisráðherra, eða annar fulltrúi þjóðarinnar, nýti ekki tækifærið til að komast í návígi við alla helstu þjóðarleiðtoga í Evrópu. Þarna voru til að mynda auk Frakklandsforseta allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenskir ráðamenn fá tækifæri til að komast í návígi við fólk sem þetta, og ræða við það sem jafningja. Er það ekki akkúrat við svona tilefni sem lítil þjóð getur látið rödd sína heyrast? Stjórnarmanninn hefur reyndar lengi grunað að ráðherrar Framsóknar séu ekki til útflutnings. Þarna fékkst það staðfest.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira