Fjalla um hönnun og arkitektúr Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2015 10:00 Vefsíðan fjallar um hönnun og arkitektúr og leggur áherslu á íslenska hönnun. Vísir/GVA „Þessi hugmynd kom svona í desember og við ákváðum að kýla bara á þetta fyrsta janúar. Fannst það vera mjög hentugur tími til þess að henda einhverju nýju af stað,“ segir María Marko hönnuður. María stofnaði ásamt Margréti Björgu Guðnadóttur arkitekt vefsíðuna Vinkill.is þar sem fjallað er um hönnun og arkitektúr. „Það er til mikið af svona heimilisbloggi, en við vildum hafa þetta meira fyrir hönnuði og arkitekta. Og náttúrulega bara fyrir alla,“ segir María. Í upphafi hverrar viku er nýtt efnisþema kynnt á Vinkli og áhersla lögð á að fjalla um efni og tækni tengda hönnun. „Á mánudögum höfum við verið að kynna eitt nýtt efni, og svo er fjallað um hönnun og arkitektúr í kringum það. Við reynum að fókusa og miða greinarnar út frá efninu sem við höfum ákveðið að hafa að leiðarljósi út vikuna.“ Á laugardögum fjalla þær um sundlaugar víðsvegar á landinu. María segir blogginu hafa verið vel tekið og ört bætist í hóp heimsókna, þær vinna allt efnið yfir netið þar sem Margrét er búsett í Danmörku en María segir fjarlægðina ekki hafa komið að sök. Auk Vinkils er María einnig með hönnunarstofuna Terta Duo sem hún stofnaði síðastliðið haust ásamt Þórunni Vilmarsdóttur. Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Þessi hugmynd kom svona í desember og við ákváðum að kýla bara á þetta fyrsta janúar. Fannst það vera mjög hentugur tími til þess að henda einhverju nýju af stað,“ segir María Marko hönnuður. María stofnaði ásamt Margréti Björgu Guðnadóttur arkitekt vefsíðuna Vinkill.is þar sem fjallað er um hönnun og arkitektúr. „Það er til mikið af svona heimilisbloggi, en við vildum hafa þetta meira fyrir hönnuði og arkitekta. Og náttúrulega bara fyrir alla,“ segir María. Í upphafi hverrar viku er nýtt efnisþema kynnt á Vinkli og áhersla lögð á að fjalla um efni og tækni tengda hönnun. „Á mánudögum höfum við verið að kynna eitt nýtt efni, og svo er fjallað um hönnun og arkitektúr í kringum það. Við reynum að fókusa og miða greinarnar út frá efninu sem við höfum ákveðið að hafa að leiðarljósi út vikuna.“ Á laugardögum fjalla þær um sundlaugar víðsvegar á landinu. María segir blogginu hafa verið vel tekið og ört bætist í hóp heimsókna, þær vinna allt efnið yfir netið þar sem Margrét er búsett í Danmörku en María segir fjarlægðina ekki hafa komið að sök. Auk Vinkils er María einnig með hönnunarstofuna Terta Duo sem hún stofnaði síðastliðið haust ásamt Þórunni Vilmarsdóttur.
Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira