Þumall upp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. janúar 2015 00:00 Þessi lítilfjörlegi pistill er skrifaður við óvenjulegar aðstæður. Þannig er mál með vexti að ég varð fyrir því óláni á föstudaginn að renna í hálku á leiðinni niður tröppur. Höfuð og skrokkur sluppu vel en það var á kostnað þumalfingurs á hægri hendi. Hann tókst mér að kremja undir þungum afturendanum á mér og sársaukinn var eins og ég ímynda mér að ég upplifði ef ég fæddi meðalstóran fílsunga. Núna er þumallinn fjólublár, tvöfaldur að stærð og kippist til í takt við hjartsláttinn. Og öll hægri höndin svo gott sem ónothæf. Þetta er kannski ekkert svo gott efni í pistil, núna þegar ég hugsa betur um það, en þar sem ég get eingöngu notað vinstri höndina tók það mig rúmar tíu mínútur að komast hingað. Þess vegna tími ég ekki að byrja upp á nýtt og held því áfram. Sjáum hvernig þetta endar. Það er nefnilega alveg magnað hvað þessi örlitla og tímabundna fötlun mín skerðir lífsgæði mín mikið. Ég fékk augngotur frá öllum við kassann í Bónus um helgina þegar ég lét kærustuna um að setja vörurnar upp á færibandið, setja þær allar í poka og bera svo alla pokana út nema einn. „Þvílík mannleysa,“ hugsuðu allir og veltu því fyrir sér hvað hún sæi eiginlega við þennan sjálfselska samfélagsdragbít. Þetta er ekki allt. Hún þarf að renna upp og hneppa öllu sem ég klæði mig í, elda matinn, vaska upp og hlusta á mig væla allan daginn yfir því hvað ég eigi bágt. Ég var meira að segja að spá í að fá hana til að skrifa pistilinn fyrir mig en ákvað að eiga frekar inni smá „goodwill“ þegar ég hætti loks að geta haldið í mér og þarf að biðja hana að skeina mig. Ekki vorkenna henni samt. Hún gleymdi bóndadeginum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun
Þessi lítilfjörlegi pistill er skrifaður við óvenjulegar aðstæður. Þannig er mál með vexti að ég varð fyrir því óláni á föstudaginn að renna í hálku á leiðinni niður tröppur. Höfuð og skrokkur sluppu vel en það var á kostnað þumalfingurs á hægri hendi. Hann tókst mér að kremja undir þungum afturendanum á mér og sársaukinn var eins og ég ímynda mér að ég upplifði ef ég fæddi meðalstóran fílsunga. Núna er þumallinn fjólublár, tvöfaldur að stærð og kippist til í takt við hjartsláttinn. Og öll hægri höndin svo gott sem ónothæf. Þetta er kannski ekkert svo gott efni í pistil, núna þegar ég hugsa betur um það, en þar sem ég get eingöngu notað vinstri höndina tók það mig rúmar tíu mínútur að komast hingað. Þess vegna tími ég ekki að byrja upp á nýtt og held því áfram. Sjáum hvernig þetta endar. Það er nefnilega alveg magnað hvað þessi örlitla og tímabundna fötlun mín skerðir lífsgæði mín mikið. Ég fékk augngotur frá öllum við kassann í Bónus um helgina þegar ég lét kærustuna um að setja vörurnar upp á færibandið, setja þær allar í poka og bera svo alla pokana út nema einn. „Þvílík mannleysa,“ hugsuðu allir og veltu því fyrir sér hvað hún sæi eiginlega við þennan sjálfselska samfélagsdragbít. Þetta er ekki allt. Hún þarf að renna upp og hneppa öllu sem ég klæði mig í, elda matinn, vaska upp og hlusta á mig væla allan daginn yfir því hvað ég eigi bágt. Ég var meira að segja að spá í að fá hana til að skrifa pistilinn fyrir mig en ákvað að eiga frekar inni smá „goodwill“ þegar ég hætti loks að geta haldið í mér og þarf að biðja hana að skeina mig. Ekki vorkenna henni samt. Hún gleymdi bóndadeginum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun