Tsipras vill fara samningaleiðina Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. janúar 2015 07:00 Ný stjórn. Panos Kammenos varnarmálaráðherra, Gianni Dragasakis aðstoðarforsætisráðherra og Alexis Tsipras forsætisráðherra. fréttablaðið/AP „Við komum inn til þess að gera róttækar breytingar á því hvernig stefnumótun og stjórnsýslu er háttað í þessu landi,“ sagði Alexis Tsipras á fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í gær. Hann segist ætla að standa við kosningaloforðin um að draga verulega úr lamandi niðurskurði og knýja fram miklar breytingar á samningum við Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um niðurgreiðslu skuldasúpunnar ógurlegu. Í gær sagðist hann þó ætla að forðast átök við þessa lánardrottna, heldur fara frekar samningaleiðina. „Forgangsmál okkar er að ná nýjum samningum við samstarfsaðila okkar, reyna að komast að sanngjarnri, raunhæfri og hagkvæmri lausn fyrir báða þannig að landið komist út úr vítahring óhóflegra skulda og kreppu,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundinum, samkvæmt frásögn Reuters-fréttastofunnar. Janis Varúfakis, fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar, segir samkomulagið við ESB, Evrópska seðlabankann og AGS hafa verið „eitruð mistök“, en stjórnin sé staðráðin í að breyta því hvernig tekist er á við kreppuna. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur og hlaut 149 þingsæti á 300 manna þjóðþingi Grikklands. Strax daginn eftir tókst Tsipras að semja um stjórnarmyndun við lítinn flokk hægriþjóðernissinna. Ekki leið þó á löngu áður en Tsipras lenti upp á kant við ESB. Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Brussel í gær var samþykkt yfirlýsing, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á harðnandi átökum í austanverðri Úkraínu. Öll aðildarríki ESB stóðu að yfirlýsingunni, nema Grikkland þar sem nýja stjórnin var ósátt. Afstöðu Grikkja má rekja til þess að Tsipras hyggst leita til Rússlands eftir stuðningi í komandi átökum við ESB, sem þó eiga að sögn Tsipras ekki að verða nein átök heldur samningaviðræður um gerbreytta skilmála.Minnir þjóðverja á fortíðina. Strax daginn eftir kosningasigurinn lagði Tsipras blóm á minnismerki um fórnarlömb þýskra nasista í Aþenu.fréttablaðið/AP Grikkland Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
„Við komum inn til þess að gera róttækar breytingar á því hvernig stefnumótun og stjórnsýslu er háttað í þessu landi,“ sagði Alexis Tsipras á fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í gær. Hann segist ætla að standa við kosningaloforðin um að draga verulega úr lamandi niðurskurði og knýja fram miklar breytingar á samningum við Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um niðurgreiðslu skuldasúpunnar ógurlegu. Í gær sagðist hann þó ætla að forðast átök við þessa lánardrottna, heldur fara frekar samningaleiðina. „Forgangsmál okkar er að ná nýjum samningum við samstarfsaðila okkar, reyna að komast að sanngjarnri, raunhæfri og hagkvæmri lausn fyrir báða þannig að landið komist út úr vítahring óhóflegra skulda og kreppu,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundinum, samkvæmt frásögn Reuters-fréttastofunnar. Janis Varúfakis, fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar, segir samkomulagið við ESB, Evrópska seðlabankann og AGS hafa verið „eitruð mistök“, en stjórnin sé staðráðin í að breyta því hvernig tekist er á við kreppuna. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur og hlaut 149 þingsæti á 300 manna þjóðþingi Grikklands. Strax daginn eftir tókst Tsipras að semja um stjórnarmyndun við lítinn flokk hægriþjóðernissinna. Ekki leið þó á löngu áður en Tsipras lenti upp á kant við ESB. Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Brussel í gær var samþykkt yfirlýsing, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á harðnandi átökum í austanverðri Úkraínu. Öll aðildarríki ESB stóðu að yfirlýsingunni, nema Grikkland þar sem nýja stjórnin var ósátt. Afstöðu Grikkja má rekja til þess að Tsipras hyggst leita til Rússlands eftir stuðningi í komandi átökum við ESB, sem þó eiga að sögn Tsipras ekki að verða nein átök heldur samningaviðræður um gerbreytta skilmála.Minnir þjóðverja á fortíðina. Strax daginn eftir kosningasigurinn lagði Tsipras blóm á minnismerki um fórnarlömb þýskra nasista í Aþenu.fréttablaðið/AP
Grikkland Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira