Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 29. janúar 2015 07:00 Erlendu konurnar sem dvöldu í Kristínarhúsi höfðu flestar lifað við mikinn hrylling þar sem þær voru sendar milli landa og seldar manna á milli. Fréttablaðið/Getty Kristínarhús var rekið sem tilraunaverkefni til tveggja ára fyrir fórnarlömb mansals og vændis. Úrræðinu var ekki haldið áfram að tilraunatímanum loknum og var lokað í byrjun árs 2014. Þórunn Þórarinsdóttir vann í Kristínarhúsi og sá um athvarfið hluta tímans. Á þeim tíma sem athvarfið var rekið dvöldu þar 27 konur. 15 erlendar og 12 íslenskar auk nokkurra barna. Þrátt fyrir að Kristínarhúsi hafi verið lokað tekur Kvennaathvarfið enn við fórnarlömbum mansals og vændis til dvalar. „Nánast allar konurnar voru fórnarlömb mansals. Mansal er að selja fólk, þannig að þó að þær séu íslenskar þá voru þær líka í einhverjum tilvikum fórnarlömb mansals. En þær útlensku voru það allar,“ segir Þórunn. Barðar og kúgaðar Hún segir konurnar sem komu hingað til lands flestar hafa átt það sameiginlegt að koma úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær hafi verið seldar milli landa, neyddar í vændi, barðar og kúgaðar. Þórunn Þórarinsdóttir „Þær komu mjög margar til landsins með fölsuð skilríki eða engin skilríki. Við vitum ekki alveg með hvaða hætti eða hver borgaði fyrir þær,“ segir hún. „Langflestar þessara kvenna komu úr miklum hryllingi. Það var búið að selja þær hingað og þangað, manna og landa á milli. Bara eins og þessi mansalshryllingur er, það er einhver sem kaupir þær og selur þær svo aftur. Þær eru svo að vinna upp í skuldir fyrir þann sem seldi þær, skuldin klárast aldrei og svo eru þær seldar aftur þar sem þær byrja aftur að borga skuld. Þær eru bara fangar. Ef þær skila ekki inn ákveðnum peningum í lok dagsins sem melludólgurinn er búinn að ákveða þá eru þær bara barðar. Ef þeir halda að þær séu að svindla þá eru þær mjög oft beittar grófu líkamlegu ofbeldi, jafnvel kynferðisofbeldi af dólgunum. Ofbeldið getur verið ýmsar limlestingar, beinbrot eða jafnvel er verið að brenna þær og skera. Þær liggja undir mörgum körlum á dag og verða fyrir alls konar svívirðu í þeim aðstæðum. Þetta er bara nútímaþrælahald og ekkert annað.“ Sjá einnig: Fleiri ábendingar um vinnumansal Þórunn segir að erfitt hafi verið að öðlast traust erlendu kvennanna. Vegna hræðslu hafi þær ekki viljað segja til þeirra sem seldu þær eða sendu til landsins. „Þær voru svo hræddar að þær þorðu ekki að segja neitt.“ Of hræddar til að segja frá Hún segir menningarmuninn líka hafa spilað þar inn í. „Það er mikið um það hjá þessum konum, sem voru frá Nígeríu til dæmis, að þær voru látnar sverja eið. Þá er galdralæknir sem heldur athöfn og þeim er sagt að ef þær rjúfi eiðinn og segi frá verði þær geðveikar eða einhver náinn þeim deyi. Þær trúa þessu.“ Flestar erlendu konurnar sem dvöldu í Kristínarhúsi komu þangað í gegnum lögreglu eða félagsmálayfirvöld. Þær höfðu því fæstar starfað hér á landi en komu hingað til þess á vegum einhverra aðila sem þær sögðu ekki frá. „Við vissum a það hlyti að vera einhvers konar batterí í gangi – úti og hér, einhver samvinna, af hverju væru þær annars að koma hingað? En það þýddi ekki að spyrja þær, þær voru of hræddar til að svara.“ Nútímaþrælahald Þórunn segir mansal tengt vændi hafa þekkst hér um árabil. „Það var bullandi vændi í kringum þessa dansstaði frá upphafi,“ segir hún og vísar þar til íslenskra nektardansstaða. „Það var allt vitlaust þegar við vorum að tala um þetta í kringum 2000. Viðbrögðin voru eins og við værum að búa þetta til en við höfðum okkar upplýsingar innan af dansstöðunum. Það var komið með konur til okkar sem sögðu okkur frá. Þarna var líka um að ræða nútímaþrælahald. Þær voru keyrðar á milli staða og látnar dansa og svo keyrðar aftur heim. Þær voru ekki frjálsar.“ Sjá einnig: Mansalsfórnarlömb fangelsuð Úrræði skortir Þórunn segir Kristínarhús hafa verið lærdómsríkt verkefni en það sé þó ljóst að ákveðið úrræðaleysi ríki í málefnum mansalsfórnarlamba. Stjórnvöld samþykktu aðgerðaráætlun gegn mansali árið 2013 sem á að ná til ársins 2016 en það skorti fjármagn til þess að fylgja henni eftir. „Mörgum mánuðum áður en að við lokuðum Kristínarhúsi létum við stjórnvöld vita að það yrði að gera eitthvað. Við í Stígamótum höfum boðið innanríkisráðherra og velferðarráðherra í heimsókn til okkar út af þessu. Einnig þingmönnum og borgarfulltrúum allra flokkanna til þess að ýta á úrbætur. Það er ekki nóg að hafa þetta flott á pappír, það verður að fylgja því eitthvað eftir. Þetta er á ábyrgð stjórnvalda. Það er hægt að skrifa alls konar fína pappíra en ef það fylgir því ekki fjármagn þá gerist ekki neitt. Ef fórnarlömb þurfa athvarf þá er farið með þau í Kvennaathvarfið en það er stjórnvalda að móta ákveðna stefnu um hvernig þetta eigi að vera.“ Frá réttarhöldunum. Fimm menn voru dæmdir fyrir mansal. Fréttablaðið/GVA Mansalsmálið 2009 Dómar í fyrsta og eina málinu sem dæmt hefur verið í fyrir mansal féllu í Hæstarétti árið 2010. Fimm Litháar voru dæmdir í fangelsi fyrir mansal. Þeir voru dæmdir fyrir að taka við 19 ára stúlku, flytja hana og hýsa, í því skyni að notfæra sér hana kynferðislega. Málið var gríðarlega flókið í rannsókn og teygði anga sína víða. Málið hófst á þann veg að stúlkan trylltist um borð í flugvél á leið til landsins. Lögregla tók við henni í Leifsstöð og við nánari athugun kom í ljós að til stóð að flytja konuna nauðuga til landsins þar sem hún átti að stunda vændi. Hún var með fölsuð skilríki og fékk fyrst að vita á flugvellinum í Varsjá að ferðinni væri heitið til Íslands. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að í september 2008 hafði konan horfið frá fjölskyldu sinni og verið vistuð í íbúð í Litháen þar sem henni var haldið nauðugri í áfengis- og vímuefnaneyslu, seld í vændi og barin til hlýðni. Hún var í íbúðinni fram í janúar 2009 en þá var hún flutt í hús úti í skógi. Þar var henni haldið nauðugri ásamt fleiri stúlkum og seld í vændi. Lögreglan í Litháen fann hana þar í febrúar sama ár. Hún fór þá til systur sinnar en nokkrum mánuðum síðar var hún aftur komin á vald mannanna sem höfðu selt hana áður og var haldið fanginni í sömu íbúð. Um haustið 2009 vingaðist við hana maður, sem hún kallaði Thomas, og bauðst hann til að senda hana til Íslands þar sem vinir hans myndu taka á móti henni og útvega henni vinnu. Hún taldi Thomas ekki hafa neitt illt í huga og taldi hann vera vin sinn. Hann lét klippa og lita á henni hárið, útvegaði henni fölsuð skilríki og farmiða til Íslands. Í dómi Hæstaréttar segir að mennirnir hafi unnið saman að því að svipta unga konu, sem mátti sín lítils, frelsi til að ráða ferðum sínum og dvalarstað í þeim tilgangi að láta hana leggja stund á vændi hér á landi. Þessi háttsemi hafi greinilega verið þaulskipulögð með einbeittum ásetningi í samstarfi við brotamenn erlendis. Catalina Fyrsta ákæran fyrir mansal Catalina Mikue Ncogo var fyrst á Íslandi til þess að vera ákærð fyrir mansal. Hún var hins vegar sýknuð af þeim ákærulið. Catalina fékk fangelsisdóm fyrir hórmang og fleiri brot. Hún rak vændishús við hlið lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu þar sem margar konur störfuðu. Catalina sagði fyrir dómi að hún hefði ekki neytt neina konu til þess að stunda vændi. Nokkrar þeirra kvenna sem störfuðu hjá henni sögðu hins vegar að hún hefði tekið af þeim vegabréf, beitt þær ofbeldi og annarri nauðung. Þrátt fyrir að bara hafi verið dæmt í einu mansalsmáli hérlendis þá hefur verið ákært fyrir mansal í nokkrum málum en þau hafa endað með sýknu í þeim ákærulið sem snýr að mansali. Fréttaskýringar Fréttir af flugi Mansal í Vík Mál Catalinu Ncogo Tengdar fréttir Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kristínarhús var rekið sem tilraunaverkefni til tveggja ára fyrir fórnarlömb mansals og vændis. Úrræðinu var ekki haldið áfram að tilraunatímanum loknum og var lokað í byrjun árs 2014. Þórunn Þórarinsdóttir vann í Kristínarhúsi og sá um athvarfið hluta tímans. Á þeim tíma sem athvarfið var rekið dvöldu þar 27 konur. 15 erlendar og 12 íslenskar auk nokkurra barna. Þrátt fyrir að Kristínarhúsi hafi verið lokað tekur Kvennaathvarfið enn við fórnarlömbum mansals og vændis til dvalar. „Nánast allar konurnar voru fórnarlömb mansals. Mansal er að selja fólk, þannig að þó að þær séu íslenskar þá voru þær líka í einhverjum tilvikum fórnarlömb mansals. En þær útlensku voru það allar,“ segir Þórunn. Barðar og kúgaðar Hún segir konurnar sem komu hingað til lands flestar hafa átt það sameiginlegt að koma úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær hafi verið seldar milli landa, neyddar í vændi, barðar og kúgaðar. Þórunn Þórarinsdóttir „Þær komu mjög margar til landsins með fölsuð skilríki eða engin skilríki. Við vitum ekki alveg með hvaða hætti eða hver borgaði fyrir þær,“ segir hún. „Langflestar þessara kvenna komu úr miklum hryllingi. Það var búið að selja þær hingað og þangað, manna og landa á milli. Bara eins og þessi mansalshryllingur er, það er einhver sem kaupir þær og selur þær svo aftur. Þær eru svo að vinna upp í skuldir fyrir þann sem seldi þær, skuldin klárast aldrei og svo eru þær seldar aftur þar sem þær byrja aftur að borga skuld. Þær eru bara fangar. Ef þær skila ekki inn ákveðnum peningum í lok dagsins sem melludólgurinn er búinn að ákveða þá eru þær bara barðar. Ef þeir halda að þær séu að svindla þá eru þær mjög oft beittar grófu líkamlegu ofbeldi, jafnvel kynferðisofbeldi af dólgunum. Ofbeldið getur verið ýmsar limlestingar, beinbrot eða jafnvel er verið að brenna þær og skera. Þær liggja undir mörgum körlum á dag og verða fyrir alls konar svívirðu í þeim aðstæðum. Þetta er bara nútímaþrælahald og ekkert annað.“ Sjá einnig: Fleiri ábendingar um vinnumansal Þórunn segir að erfitt hafi verið að öðlast traust erlendu kvennanna. Vegna hræðslu hafi þær ekki viljað segja til þeirra sem seldu þær eða sendu til landsins. „Þær voru svo hræddar að þær þorðu ekki að segja neitt.“ Of hræddar til að segja frá Hún segir menningarmuninn líka hafa spilað þar inn í. „Það er mikið um það hjá þessum konum, sem voru frá Nígeríu til dæmis, að þær voru látnar sverja eið. Þá er galdralæknir sem heldur athöfn og þeim er sagt að ef þær rjúfi eiðinn og segi frá verði þær geðveikar eða einhver náinn þeim deyi. Þær trúa þessu.“ Flestar erlendu konurnar sem dvöldu í Kristínarhúsi komu þangað í gegnum lögreglu eða félagsmálayfirvöld. Þær höfðu því fæstar starfað hér á landi en komu hingað til þess á vegum einhverra aðila sem þær sögðu ekki frá. „Við vissum a það hlyti að vera einhvers konar batterí í gangi – úti og hér, einhver samvinna, af hverju væru þær annars að koma hingað? En það þýddi ekki að spyrja þær, þær voru of hræddar til að svara.“ Nútímaþrælahald Þórunn segir mansal tengt vændi hafa þekkst hér um árabil. „Það var bullandi vændi í kringum þessa dansstaði frá upphafi,“ segir hún og vísar þar til íslenskra nektardansstaða. „Það var allt vitlaust þegar við vorum að tala um þetta í kringum 2000. Viðbrögðin voru eins og við værum að búa þetta til en við höfðum okkar upplýsingar innan af dansstöðunum. Það var komið með konur til okkar sem sögðu okkur frá. Þarna var líka um að ræða nútímaþrælahald. Þær voru keyrðar á milli staða og látnar dansa og svo keyrðar aftur heim. Þær voru ekki frjálsar.“ Sjá einnig: Mansalsfórnarlömb fangelsuð Úrræði skortir Þórunn segir Kristínarhús hafa verið lærdómsríkt verkefni en það sé þó ljóst að ákveðið úrræðaleysi ríki í málefnum mansalsfórnarlamba. Stjórnvöld samþykktu aðgerðaráætlun gegn mansali árið 2013 sem á að ná til ársins 2016 en það skorti fjármagn til þess að fylgja henni eftir. „Mörgum mánuðum áður en að við lokuðum Kristínarhúsi létum við stjórnvöld vita að það yrði að gera eitthvað. Við í Stígamótum höfum boðið innanríkisráðherra og velferðarráðherra í heimsókn til okkar út af þessu. Einnig þingmönnum og borgarfulltrúum allra flokkanna til þess að ýta á úrbætur. Það er ekki nóg að hafa þetta flott á pappír, það verður að fylgja því eitthvað eftir. Þetta er á ábyrgð stjórnvalda. Það er hægt að skrifa alls konar fína pappíra en ef það fylgir því ekki fjármagn þá gerist ekki neitt. Ef fórnarlömb þurfa athvarf þá er farið með þau í Kvennaathvarfið en það er stjórnvalda að móta ákveðna stefnu um hvernig þetta eigi að vera.“ Frá réttarhöldunum. Fimm menn voru dæmdir fyrir mansal. Fréttablaðið/GVA Mansalsmálið 2009 Dómar í fyrsta og eina málinu sem dæmt hefur verið í fyrir mansal féllu í Hæstarétti árið 2010. Fimm Litháar voru dæmdir í fangelsi fyrir mansal. Þeir voru dæmdir fyrir að taka við 19 ára stúlku, flytja hana og hýsa, í því skyni að notfæra sér hana kynferðislega. Málið var gríðarlega flókið í rannsókn og teygði anga sína víða. Málið hófst á þann veg að stúlkan trylltist um borð í flugvél á leið til landsins. Lögregla tók við henni í Leifsstöð og við nánari athugun kom í ljós að til stóð að flytja konuna nauðuga til landsins þar sem hún átti að stunda vændi. Hún var með fölsuð skilríki og fékk fyrst að vita á flugvellinum í Varsjá að ferðinni væri heitið til Íslands. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að í september 2008 hafði konan horfið frá fjölskyldu sinni og verið vistuð í íbúð í Litháen þar sem henni var haldið nauðugri í áfengis- og vímuefnaneyslu, seld í vændi og barin til hlýðni. Hún var í íbúðinni fram í janúar 2009 en þá var hún flutt í hús úti í skógi. Þar var henni haldið nauðugri ásamt fleiri stúlkum og seld í vændi. Lögreglan í Litháen fann hana þar í febrúar sama ár. Hún fór þá til systur sinnar en nokkrum mánuðum síðar var hún aftur komin á vald mannanna sem höfðu selt hana áður og var haldið fanginni í sömu íbúð. Um haustið 2009 vingaðist við hana maður, sem hún kallaði Thomas, og bauðst hann til að senda hana til Íslands þar sem vinir hans myndu taka á móti henni og útvega henni vinnu. Hún taldi Thomas ekki hafa neitt illt í huga og taldi hann vera vin sinn. Hann lét klippa og lita á henni hárið, útvegaði henni fölsuð skilríki og farmiða til Íslands. Í dómi Hæstaréttar segir að mennirnir hafi unnið saman að því að svipta unga konu, sem mátti sín lítils, frelsi til að ráða ferðum sínum og dvalarstað í þeim tilgangi að láta hana leggja stund á vændi hér á landi. Þessi háttsemi hafi greinilega verið þaulskipulögð með einbeittum ásetningi í samstarfi við brotamenn erlendis. Catalina Fyrsta ákæran fyrir mansal Catalina Mikue Ncogo var fyrst á Íslandi til þess að vera ákærð fyrir mansal. Hún var hins vegar sýknuð af þeim ákærulið. Catalina fékk fangelsisdóm fyrir hórmang og fleiri brot. Hún rak vændishús við hlið lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu þar sem margar konur störfuðu. Catalina sagði fyrir dómi að hún hefði ekki neytt neina konu til þess að stunda vændi. Nokkrar þeirra kvenna sem störfuðu hjá henni sögðu hins vegar að hún hefði tekið af þeim vegabréf, beitt þær ofbeldi og annarri nauðung. Þrátt fyrir að bara hafi verið dæmt í einu mansalsmáli hérlendis þá hefur verið ákært fyrir mansal í nokkrum málum en þau hafa endað með sýknu í þeim ákærulið sem snýr að mansali.
Fréttaskýringar Fréttir af flugi Mansal í Vík Mál Catalinu Ncogo Tengdar fréttir Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00
Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent