Óvissa um afdrif náttúrupassans Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Iðnaðarráðherra hefur staðið í ströngu vegna frumvarps um náttúrupassa. Hér spjallar hún við Sigríði Andersen, einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem lýst hefur yfir efasemdum um frumvarpið. fréttablaðið/stefán Fyrstu umræðu um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lauk í gær, en eftir er að kjósa um til hvaða nefndar málinu verður vísað. Mikil andstaða er við frumvarpið, í öllum flokkum, og þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðu allsendis óvíst hvort málið kæmist úr nefnd á yfirstandandi þingi. Ráðherra segist ekki hafa kannað hvort nægilegur stuðningur sé fyrir því að frumvarpið verði að lögum. „Ég hef ekki farið í hausatalningu. Ég geri mér algjörlega grein fyrir því að þetta er mál sem menn þurfa að skoða betur,“ segir Ragnheiður Elín og vísar til þess að málið gæti breyst í meðförum þingnefndar. Hún segir margar gagnlegar athugasemdir hafa komið fram, en er ekki tilbúin til að segja að einstök atriði hafi komið fram sem hún vilji sjá til breytingar á frumvarpinu, þótt ýmislegt megi skoða. „Ef menn telja þörf á því að skýra hlutina betur hvað varðar almannaréttinn, já. Ef menn telja einfaldara fyrirkomulag í boði varðandi það hvernig á að nálgast Íslendinga annars vegar og erlenda ferðamenn, já, þá er ég tilbúin að skoða það.“ Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, voru sammála um að afdrif málsins réðust af vinnu þingnefndar. Mögulega tækist nefndinni að finna sáttaleið sem væri blanda af fleiri hugmyndum um gjaldtöku, en allt eins víst væri að málið yrði látið liggja í nefnd fram á haust. Málið var afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna og gerði þingflokkur Framsóknarflokksins formlega fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi einnig gert fyrirvara við stuðning, þó ekki hafi þeir verið formlegir. Andstaða gagnvart frumvarpinu er ekki skipulögð og fráleitt ríkir samstaða um hvað gæti komið í staðinn fyrir náttúrupassann. Því er líklegast að blönduð leið verði fyrir valinu. Ragnheiður Elín virðist raunar opin fyrir slíku. „Ég heyrði í gær [fyrradag] í formanni Ferðamálasamtaka Íslands sem var að tala um hvort hugsanlega væri hægt að fara af stað með einhvern valkvæðan passa meðan fólk væri að venjast tilhugsuninni. Alla svona hluti er ég tilbúin að skoða, að sjálfsögðu.“ Fyrsta umræða um málið tók þrjá daga og reikna má með að einhverjir dagar fari í aðra og þriðju umræðu. Til þess ber að taka að aðeins eru eftir 40 þingdagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Það gæti rennt stoðum undir þá spá margra heimildarmanna Fréttablaðsins að málið komi kannski ekki úr nefnd fyrir þingfrestun í vor.Upphlaup á Alþingi „Það togast á í mér þau sjónarmið hvort þetta eigi að fara til atvinnuveganefndar eins og menn hafa gert ráð fyrir eða til umhverfisnefndar.“ Þessi orð iðnaðarráðherra á síðustu mínútum fyrstu umræðunnar lýsa því vel hve mikil óvissa ríkir um afdrif málsins. Allir höfðu gert ráð fyrir því að málinu yrði vísað til atvinnuveganefndar og ummæli ráðherra hleyptu illu blóði í þingmenn. Eftir ýmis brigslyrði, ósk um að hlé yrði gert á fundi og tillögu Róberts Marshall, þingmanns Bjartrar framtíðar, um að málinu yrði vísað til umhverfisnefndar, kom ráðherra í pontu og lagði til að málinu yrði eftir allt saman vísað til atvinnuveganefndar, en ekki til umhverfis- og samgöngunefndar og efnahags- og skattanefndar. Fljótlega eftir það lauk umræðunni, en eftir er að kjósa á milli tillagnanna tveggja. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lauk í gær, en eftir er að kjósa um til hvaða nefndar málinu verður vísað. Mikil andstaða er við frumvarpið, í öllum flokkum, og þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðu allsendis óvíst hvort málið kæmist úr nefnd á yfirstandandi þingi. Ráðherra segist ekki hafa kannað hvort nægilegur stuðningur sé fyrir því að frumvarpið verði að lögum. „Ég hef ekki farið í hausatalningu. Ég geri mér algjörlega grein fyrir því að þetta er mál sem menn þurfa að skoða betur,“ segir Ragnheiður Elín og vísar til þess að málið gæti breyst í meðförum þingnefndar. Hún segir margar gagnlegar athugasemdir hafa komið fram, en er ekki tilbúin til að segja að einstök atriði hafi komið fram sem hún vilji sjá til breytingar á frumvarpinu, þótt ýmislegt megi skoða. „Ef menn telja þörf á því að skýra hlutina betur hvað varðar almannaréttinn, já. Ef menn telja einfaldara fyrirkomulag í boði varðandi það hvernig á að nálgast Íslendinga annars vegar og erlenda ferðamenn, já, þá er ég tilbúin að skoða það.“ Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, voru sammála um að afdrif málsins réðust af vinnu þingnefndar. Mögulega tækist nefndinni að finna sáttaleið sem væri blanda af fleiri hugmyndum um gjaldtöku, en allt eins víst væri að málið yrði látið liggja í nefnd fram á haust. Málið var afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna og gerði þingflokkur Framsóknarflokksins formlega fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi einnig gert fyrirvara við stuðning, þó ekki hafi þeir verið formlegir. Andstaða gagnvart frumvarpinu er ekki skipulögð og fráleitt ríkir samstaða um hvað gæti komið í staðinn fyrir náttúrupassann. Því er líklegast að blönduð leið verði fyrir valinu. Ragnheiður Elín virðist raunar opin fyrir slíku. „Ég heyrði í gær [fyrradag] í formanni Ferðamálasamtaka Íslands sem var að tala um hvort hugsanlega væri hægt að fara af stað með einhvern valkvæðan passa meðan fólk væri að venjast tilhugsuninni. Alla svona hluti er ég tilbúin að skoða, að sjálfsögðu.“ Fyrsta umræða um málið tók þrjá daga og reikna má með að einhverjir dagar fari í aðra og þriðju umræðu. Til þess ber að taka að aðeins eru eftir 40 þingdagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Það gæti rennt stoðum undir þá spá margra heimildarmanna Fréttablaðsins að málið komi kannski ekki úr nefnd fyrir þingfrestun í vor.Upphlaup á Alþingi „Það togast á í mér þau sjónarmið hvort þetta eigi að fara til atvinnuveganefndar eins og menn hafa gert ráð fyrir eða til umhverfisnefndar.“ Þessi orð iðnaðarráðherra á síðustu mínútum fyrstu umræðunnar lýsa því vel hve mikil óvissa ríkir um afdrif málsins. Allir höfðu gert ráð fyrir því að málinu yrði vísað til atvinnuveganefndar og ummæli ráðherra hleyptu illu blóði í þingmenn. Eftir ýmis brigslyrði, ósk um að hlé yrði gert á fundi og tillögu Róberts Marshall, þingmanns Bjartrar framtíðar, um að málinu yrði vísað til umhverfisnefndar, kom ráðherra í pontu og lagði til að málinu yrði eftir allt saman vísað til atvinnuveganefndar, en ekki til umhverfis- og samgöngunefndar og efnahags- og skattanefndar. Fljótlega eftir það lauk umræðunni, en eftir er að kjósa á milli tillagnanna tveggja.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira